Lögmaður kínverskrar konu, sem var meinað um vegabréfsáritun til að heimsækja íslenskan eiginmann sinn, segir umbjóðanda sinn íhuga að senda málsskotsbeiðni til Hæstaréttar eftir að Landsréttur staðfesti úrskurð kærunefndar útlendingamála.
Í umsókn konunnar lágu fyrir tugir mynda af henni og íslenskum eiginmanni hennar auk flugmiða bæði til og frá Íslandi. Þá hafði konan sýnt fram á að hún væri vel stæð fjárhagslega og hefði ekki ætlað sér að setjast að á Íslandi.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.