Skátar verða af miklum tekjum

Alls eru 40 starfsmenn hjá Grænum skátum. Kristinn segir að …
Alls eru 40 starfsmenn hjá Grænum skátum. Kristinn segir að sú stefna sem boðuð er í lagafrumvarpi, að hækka ekki skilagjaldið til samræmis við verðlagsþróun eins og Endurvinnslan hefur lagt til, úr 18 krónum í 20, hafi mikil áhrif á starfsemina. Fyrirtækið verði af 15-20 milljónum króna á ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtækið Grænir skátar verður fyrir miklu tekjutapi ef áform um óbreytt skilagjald fyrir einnota umbúðir drykkjarvara verða að veruleika. Jafnframt skerðir þetta verulega þann fjárhagslega stuðning sem skátahreyfingin á Íslandi nýtur af rekstri Grænna skáta.

Grænir skátar safna flöskum og dósum af 140 grenndarstöðvum á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi, reka móttökustöð fyrir Endurvinnsluna og þjónusta hótel, veitingastaði og fleiri fyrirtæki. Umbúðir sem þar falla til eru sóttar og flokkaðar gegn því að Grænir skátar fái hluta af skilagjaldinu.

Kristinn Ólafsson, framkvæmdastjóri Grænna skáta, segir að fyrirtækið sé með í vinnu 35 einstaklinga með skerta starfsgetu í verkefni Vinnumálastofnunar, atvinnu með stuðningi. „Þetta er ofboðslega gott verkefni þar sem fólk, sem fær ekki vinnu á almennum vinnumarkaði vegna fötlunar sinnar, kemur í vinnu og skjól hjá okkur, fær greidd full laun og er þátttakendur á vinnumarkaði,“ segir Kristinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu sem kom út 8. október. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert