Vilja gera íslenskunni hærra undir höfði

Hér sést að fyrra tungumálið á skiltinu er enska og …
Hér sést að fyrra tungumálið á skiltinu er enska og íslenskan fylgir í kjölfarið. mbl.is/Eggert

Í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar í Kefla­vík eru flest skilti með ensk­una í for­grunni en ís­lensk­an kem­ur þar fyr­ir neðan sem annað tungu­mál.

Áhersla hef­ur verið lögð á gera hlut ís­lensk­unn­ar stærri, hvort sem það er hjá op­in­ber­um fyr­ir­tækj­um, stór­fyr­ir­tækj­um eða í hönn­un er­lendra vef­lausna. Eins og fjallað var um í haust fór ís­lensk sendi­nefnd og ræddi við helstu tækn­iris­ana í Kís­ildaln­um í Kali­forn­íu í Banda­ríkj­un­um um að ís­lensk­an yrði þátt­ur í vef­lausn­um þess­ara fyr­ir­tækja.

Í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram í viðtali við Boga Nils Boga­son, for­stjóra Icelanda­ir, að ávarp flugliða hafi verið end­ur­skoðað fyr­ir hálfu ári og eru gest­ir flug­fé­lags­ins nú boðnir vel­komn­ir á ís­lensku fyrst, en ekki á ensku eins og var.

Eft­ir sam­ræður við Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, seg­ir Bogi að flug­fé­lagið hafi ákveðið að snúa til baka til ís­lensk­unn­ar sem fyrsta tungu­máls fé­lags­ins, en ensk­an tók við sem fyrsta tungu­mál þegar mik­il sprengja varð í komu ferðamanna til lands­ins, sem fæst­ir skilja ís­lensku.

Verður að tryggja gott flæði um völl­inn

Guðjón Helga­son, upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, sem rek­ur Leifs­stöð, er að mörgu leyti sam­mála Boga, en seg­ir flug­völl­inn þó enn leggja mikla áherslu á alþjóðlega tungu­málið ensku.

„Leiðbein­inga­skilt­in eða veg­vís­ar hafa ákveðið hlut­verk á flug­vell­in­um sem snýr að því að farþegar kom­ist hratt og ör­ugg­lega milli staða. Mik­ill meiri­hluti farþega sem fara um Kefla­vík­ur­flug­völl skil­ur ekki ís­lensku,“ seg­ir Guðjón.

„Við höf­um enn ekki hafið þá vinnu að end­ur­skoða hvernig við get­um mögu­lega bet­ur sam­einað þau sjón­ar­mið að tryggja flæði og ör­yggi farþega á flug­vell­in­um ásamt því að halda ís­lensk­unni á lofti á sama tíma.“ 

Gest­ir eiga að upp­lifa að þeir séu á Íslandi

Guðjón bend­ir á að það séu mikl­ar breyt­ing­ar fram und­an í flug­stöðinni á næstu árum og því mik­il­vægt að horfa á kerfi leiðbein­inga­skilta í mun stærra sam­hengi.

„Þegar kem­ur aft­ur að móti að ís­lenskri tungu og ís­lenskri menn­ingu al­mennt í flug­stöðinni þá eru klár­lega mik­il tæki­færi fyr­ir hendi, enda erum við með ís­lenska menn­ingu og tungu mjög framar­lega í okk­ar hönn­un­ar­for­send­um þegar kem­ur al­mennt að framtíðar­upp­bygg­ingu á Kefla­vík­ur­flug­velli. Íslensk­an skipt­ir Isa­via miklu máli. Við vilj­um að farþeg­arn­ir okk­ar upp­lifi það að þeir séu á Íslandi inni í flug­stöðinni á Kefla­vík­ur­flug­velli.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert