Sá sem hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunar á Norðurlandi eystra á mannsláti á Ólafsfirði hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald, allt til 7. nóvember.
Gæsluvarðhaldið átti að renna út seinnipartinn í gær og óskaði lögreglan eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að rannsókn málsins sé í fullum gangi og að henni miði vel.