Alls 84 gist í fjöldahjálparstöð

Fjöldahjálparstöðin er aðeins hugsuð sem skammtímaúrræði.
Fjöldahjálparstöðin er aðeins hugsuð sem skammtímaúrræði. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa 84 einstaklingar gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því hún var opnuð á þriðjudag í síðustu viku. Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, segir vel hafa gengið að taka á móti fólkinu og eins að finna önnur úrræði fyrir þá sem í hjálparstöðina hafa leitað.

Í Borgartúni er gistipláss fyrir rúmlega 100 manns en í gær voru þar staddir 24 flóttamenn. Helgin var að sögn Atla nokkuð annasöm. „Það komu sjö inn á laugardag og 36 á sunnudag og það gistu 42 aðfaranótt mánudags.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert