„Alþýðusambandið er umboðslaust“

Vilhjálmur biður íslenskt launafólk afsökunar fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar.
Vilhjálmur biður íslenskt launafólk afsökunar fyrir hönd verkalýðshreyfingarinnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég held að Alþýðusam­bandið sé al­gjör­lega óstarf­hæft eins og staðan er akkúrat þess­ar mín­út­urn­ar. Enda eru lang­stærstu fé­lög­in far­in þar út og Alþýðusam­bandið er umboðslaust,“ seg­ir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, í sam­tali við mbl.is.

Hann dró í dag til baka fram­boð sitt til 3. vara­for­seta Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), en Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, drógu einnig fram­boð sín til baka. Ragn­ar hafði sóst eft­ir embætti for­seta ASÍ, en Sól­veig eft­ir embætti 2. vara­for­seta á þingi ASÍ sem nú stend­ur yfir.

Aldrei nokk­urn tíma gerst áður

„Ástæðan er ein­föld. Við mætt­um á þetta þing með þá von í brjósti að við mynd­um vera sam­einuð og ganga út sem ein risa­stór heild. Það gerðist bara strax í gær að við áttuðum okk­ur á því að það var þarna fólk sem var ekki til­búið að fara í slíka veg­ferð nema síður væri. Lagði meira að segja fram til­lögu sem er for­dæma­laus í ís­lenskri verka­lýðshreyf­ingu,“ seg­ir Vil­hjálm­ur og vís­ar þar til til­lögu um að ógilda kjör­bréf þing­full­trúa Efl­ing­ar sem sex­tán full­trú­ar ell­efu aðild­ar­fé­laga stóðu á bak við.

En Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, var sökuð um að hafa hand­valið full­trúa á þingið.

„Þetta hef­ur aldrei nokk­urn tíma gerst áður og það var eng­inn fót­ur fyr­ir slíkri til­lögu. Það sýndi okk­ur bara svo ekki verður um villst að fólk var ekki mætt til að hafa hags­muni laun­fólks að leiðarljósi, held­ur í ann­ar­leg­um til­gangi.“

Ótíma­bært að segja til um úr­sögn úr ASÍ

Þá vís­ar Vil­hjálm­ur til færslu sem Hall­dóra Sveins­dótt­ir, formaður Bár­unn­ar, hafi birt á Face­book-síðu sinni í morg­un, sem hafi inni­haldið róg­b­urð og ósann­indi.

„Þar sem við erum kölluð of­beld­is­fólk og við hefðum í hyggju að losa okk­ur við starfs­fólk Alþýðusam­bands Íslands. Þegar fólk er komið niður á þetta plan, þenn­an róg­b­urð og ósann­indi, þá verður ein­hvers staðar að setja punkt, ef svo má að orði kom­ast.“

Spurður hvort þau Sól­veig og Ragn­ar hafi ákveðið í sam­ein­ingu að draga öll fram­boð sín til baka, seg­ir Vil­hjálm­ur þau að sjálf­sögðu hafa rætt sam­an sem hóp­ur, ásamt því að funda með sín­um þing­full­trú­um.

„Það var bara sam­eig­in­leg niðurstaða þing­full­trúa og formanna að hér þyrftu leiðir að skilj­ast.“

En hvað tek­ur nú við, ætla þessi fé­lög að kljúfa sig frá ASÍ?

„Það er ekki hlut­verk ein­stakra formanna að taka slíkra ákvörðun, þetta er alltaf rætt á vett­vangi hvers aðild­ar­fé­lags fyr­ir sig. Þannig að það er al­gjör­lega ótíma­bært að svara því.“

En það kem­ur til skoðunar?

„Eins og ég segi, að sjálf­sögðu þegar svona stór­ar og mikl­ar ákv­arðanir eru tekn­ar þá ligg­ur fyr­ir að það er ekki ósenni­legt að það hafi ein­hverj­ar af­leiðing­ar. En það er fé­lags­manna í viðkom­andi fé­lög­um að taka slík­ar ákv­arðanir, það er ekki ein­stakra formanna.“

Biður ís­lenskt launa­fólk af­sök­un­ar 

Hef­ur ein­hver mál­efna­vinna farið fram á þessu þingi?

„Það er það sorg­lega í þessu að það hef­ur lítið verið talað um það sem skipt­ir máli. Maður taldi sig vera að mæta á þetta þing til þess að ræða raun­veru­lega hvað þyrfti að gera til að bæta hag okk­ar fé­lags­manna vegna hækk­andi vaxta, hækk­andi mat­ar­verðs, leigu­verðs, bens­íns o.s.frv. Nei, það fór meiri tími í að eyða ork­unni í þetta. Þá er ekk­ert annað en að taka ákvörðun um að berj­ast ein­hvers staðar ann­ars staðar held­ur en inni á þess­um vett­vangi, því miður.“

Hann seg­ir ekk­ert eitt hafa verið kornið sem fyllti mæl­inn. Um sé að ræða langa átaka­sögu sem hann hélt að væri vilji til að ljúka. Því miður hafi það ekki orðið.

„Þess vegna bið ég ís­lenskt launa­fólk af­sök­un­ar fyr­ir hönd verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Að hún skuli voga sér að haga sér þess­um hætti, eins og hluti af fólk­inu hagaði sér í gær. Það er bara sorg­legt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert