Aukin rafleiðni hefur mælst í Múlakvísl sökum þess að jarðhitavatn er að leka úr Mýrdalsjökli í ána. Búast má við að brennisteinslykt geti fundist nær ánni.
Veðurstofan hefur gert almannavörnum viðvart en ekki er talið ráðlegt að leiðsögumenn séu að fara með hópa í íshellaskoðun.
Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir svona leka jarðhitavatns vel þekktan úr Mýrdalsjökli. Ekkert bendir til þess að það sé hlaup en ekki sé þó hægt að útiloka það.