Dómari gagnrýnir rannsókn lögreglu

Ljósmynd/Kristinn Freyr

Héraðsdóm­ur Norður­lands eystra sýknaði í síðasta mánuði karl og konu af ákæru fyr­ir ólög­mæta nauðung og barna­vernd­ar­laga­brot, þar sem ósannað þótti að beitt hefði verið nauðung er parið tók dreng upp í bif­reið sína og óku með hann heim til afa síns og ömmu. Þá vekja aðfinnsl­ur dóm­ara á hend­ur lög­reglu í mál­inu einnig at­hygli.

Dóm­ar­inn ger­ir m.a. at­huga­semd við óná­kvæmi í skýrslu­gerð þar sem rang­lega var haft eft­ir brotaþola auk þess sem leiðrétt­ing á lýs­ingu ákærðu hafi ekki ratað í skýrslu. Þá er lög­regl­an sögð hafa látið und­ir höfuð leggj­ast að taka skýrsl­ur af vitn­um sem hefðu getað haft veru­lega þýðingu við að upp­lýsa málið.

Ágrein­ing­ur barna við ærslabelg 2019

Málið snýst um ágrein­ing um það hvort karl­maður­inn hafi gerst sek­ur um ólög­mæta nauðung og barna­vernd­ar­laga­brot með því að hafa veist að tæp­lega 13 ára göml­um dreng, sem var sakaður um að hafa áreitt son pars­ins, með því að öskra á hann, skamma, rífa í úlpu hans, draga hann með sér, ýta hon­um inn í bif­reið og setj­ast síðan sjálf­ur inn í hana og þvinga með því dreg­inn til að vera í bíln­um á meðan hon­um var ekið að heim­ili af drengs­ins. Með þessu átti maður­inn að hafa sýnt drengn­um yf­ir­gang og rudda­legt at­hæfi auk ógn­andi van­v­irðandi fram­komu.

Kon­unni var gefið að sök hlut­deild í þess­um brot­um með því að hafa ekið bif­reiðinni og beði í henni á meðan maður­inn hafi veist að drengn­um og neytt hann inn í bif­reiðina. Hún hafi síðan ekið af stað með dreng­inn um borð í bíln­um. Héraðssak­sókn­ari gaf út ákæru á hend­ur par­inu í apríl 2021, en brot­in áttu að hafa verið fram­in í ág­úst 2019. 

Fyr­ir ligg­ur að ósætti kom upp á milli eldri drengs­ins og 9 ára son­ar pars­ins við ærslableg á leik­svæði. Það leiddi til þess að yngri dreng­ur­inn hringdi skelkaður í for­eldra sína sem mættu í kjöl­farið á svæðið til að ræða við eldri dreng­inn, sem fyrr seg­ir. 

All­an vafa skuli skýra sak­born­ingi í hag

Héraðsdóm­ur komst að þeirri niður­stöðu, með hliðsjón af meg­in­regl­unni um að all­an vafa skuli skýra sak­born­ingi í hag, að ósannað væri að maður­inn hefði sýnt af sér aðra þá hátt­semi sem hon­um var gef­in að sök í ákæru, en að grípa um öxl drengs­ins og stöðva hann. 

Þá seg­ir dóm­stóll­inn, að ákæru­valdið hafi ekki sannað annað og meira en að maður­inn hafi stöðvað för drengs­ins því að grípa í peysu hans, en maður­inn kveðst hafa sleppt strax aft­ur og talað yf­ir­vegað við dreng­inn sem hafi fall­ist á að fara með þeim heim til að ræða við for­ráðamenn sína. „Telst því ósannað að með þessu hafi ákærði skapað svo ógn­andi aðstæður gagn­vart brotaþola, tæp­lega 13 ára, að hátt­sem­in verði felld und­ir ólög­mæta nauðung [skv. al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um].“

Þá var hátt­semi manns­ins ekki felld und­ir ákvæði barna­vernd­ar­laga, þó að parið hefðu verið rétt að ræða beint við for­eldra drengs­ins í stað þess að hafa af­skipti af hon­um með þeim hætti sem þau gerðu. Voru þau því sýknuð. 

Vinnu­brögð lög­reglu í and­stöðu við laga um meðferð saka­mála

Í lok dóms­ins ger­ir dóm­ari aðfinnsl­ur við störf lög­reglu í tengsl­um við rann­sókn máls­ins. 

Fram kem­ur, að í lög­reglu­skýrslu um skýrslu­gjöf drengs­ins, sem er brotaþoli í mál­inu, 7. janú­ar 2021 sé rang­lega haft eft­ir hon­um að maður­inn hefði „strax byrjað að öskra og skamm­ast í hon­um“, „en þessa lýs­ing brotaþola er ekki á upp­töku af skýrsl­unni. Þá er þess ekki getið í skýrsl­unni að brotaþoli hafi í fyrstu svarað því ját­andi er hann var spurður hvort hann hafi talið sig hafa val um hvort hann  færi með í bíl ákærðu,“ seg­ir í dómn­um.

Þá seg­ir, að í lög­reglu­skýrslu af meðákærðu segi m.a. að „X hafi náð hon­um og haldið laust í hann“.  Dóm­stóll­inn seg­ir að þessi lýs­ing hafi hins veg­ar aldrei komið fram hjá ákærðu, held­ur í munn­legri  sam­an­tekt  lög­reglu­konu af framb­urði henn­ar, sem ákærða hafi leiðrétt við lög­reglu­kon­una þegar í stað og sagði ekki rétt að ákærði hafi haldið í brotaþola, „eins og glöggt má heyra af upp­töku af skýrsl­unni. Þessi leiðrétt­ing var hins veg­ar ekki færð í skýrsl­una. Er þessi óná­kvæmni í skýrslu­gerð lög­reglu um mik­il­væg atriði aðfinnslu­verð,“ seg­ir í dómn­um.

Loks seg­ir, að það sé „einnig aðfinnslu­vert að lög­regla tók hvorki skýrslu af nefnd­um K, vini brotaþola, sem brotaþoli sagði hafa verið á vett­vangi er ákærði kom þangað, né held­ur af L, sem D frænka brotaþola nefndi við lög­reglu að hafi séð ákærða taka brotaþola upp í bíl­inn og aka inn á Hafn­ar­göt­una í átt að heim­ili afa hans. Lét lög­regla þannig und­ir höfuð leggj­ast að taka skýrsl­ur af vitn­um sem hefðu getað haft veru­lega þýðingu við að upp­lýsa málið og leiða hið sanna og rétta í ljós. Eru þessi vinnu­brögð lög­reglu í and­stöðu við 1. og 2. mgr. 53. gr., og 54. gr. laga um meðferð saka­mála,“ seg­ir í dómi héraðsdóms Norður­lands eystra. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert