„Ég er bara hissa“

Ólöf Helga Adolfsdóttir á þingi ASÍ í dag.
Ólöf Helga Adolfsdóttir á þingi ASÍ í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara hissa, ég er ekki kom­in lengra,“ seg­ir Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, rit­ari Efl­ing­ar og fram­bjóðandi til for­seta ASÍ, innt eft­ir viðbrögðum við tíðind­um dags­ins á þingi ASÍ.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Birg­is­son hafa öll dregið fram­boð sín til baka í for­ystu ASÍ og Hörður Guðbrands­son hef­ur dregið fram­boð sitt til miðstjórn­ar til baka.

Veit ekki hvað gerði út­slagið

Ólöf Helga seg­ist ekki vita hvort fé­lög þeirra þre­menn­inga muni segja sig úr ASÍ, það sé í hönd­um fé­lag­anna. 

„Þingið held­ur bara áfram á morg­un. Ég vona að við höld­um bara áfram þeirri mik­il­vægu mál­efna­vinnu sem við vor­um að vinna í dag,“ seg­ir Ólöf Helga spurð hvernig fram­hald þings­ins verði. Hún kveðst ekki geta sagt til um hvað hafi gert út­slagið fyr­ir þau sem drógu fram­boð sín til baka. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert