Einn á slysadeild eftir árekstur í Þrengslum

Myndin sýnir lögreglu að störfum í Þrengslunum í dag.
Myndin sýnir lögreglu að störfum í Þrengslunum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Einn var flutt­ur á slysa­deild eft­ir árekst­ur í Þrengsl­un­um síðdeg­is í dag. Þetta staðfest­ir Lár­us Björns­son, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu í sam­tali við mbl.is.

Að minnsta kosti tvær bif­reiðar urðu fyr­ir tjóni og önn­ur þeirra valt langt út fyr­ir þjóðveg­inn.

Loka þurfti Þrengsl­un­um um tíma vegna aðgerða á slysstað.

Árekst­ur­inn átti sér stað laust eft­ir klukk­an fimm síðdeg­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert