Einn var fluttur á slysadeild eftir árekstur í Þrengslunum síðdegis í dag. Þetta staðfestir Lárus Björnsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.
Að minnsta kosti tvær bifreiðar urðu fyrir tjóni og önnur þeirra valt langt út fyrir þjóðveginn.
Þrengsli: Tímabundin lokun er á veginum vegna umferðaróhapps. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) October 11, 2022
Loka þurfti Þrengslunum um tíma vegna aðgerða á slysstað.
Áreksturinn átti sér stað laust eftir klukkan fimm síðdegis.