Forsetinn gengur með krónprinsi að gosstöðvum

Forsetinn og krónprinsinn munu fræðast um eldvirkni Reykjanesskaga í göngunni …
Forsetinn og krónprinsinn munu fræðast um eldvirkni Reykjanesskaga í göngunni sem hefst klukkan 12:40 á morgun. Samsett mynd

Hákon, krónprins Noregs, er væntanlegur til landsins á morgun. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands mun taka á móti honum í Leifsstöð og ganga með honum að gosstöðvunum við Fagradalsfjall.

Kristín Jónsdóttir, eldfjallafræðingur, mun veita þeim leiðsögn og fræða þá um eldvirkni á Reykjanesskaga, að því er fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta.

Bjóða til snæðings eftir gönguna

Að göngu lokinni munu forsetahjónin bjóða krónprinsi og fylgdarliði hans til kvöldverðar á Bessastöðum.

Hákon krónprins er einn af gestum Hringborðs Norðurslóða og mun flytja ávarp í setningarathöfn dagskrárinnar í Hörpunni á fimmtudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert