Gagnrýnir Isavia: „Ég meina þetta í fúlustu alvöru“

Ef stjórnvöld hafa raunverulegan vilja til að efla íslenskuna og …
Ef stjórnvöld hafa raunverulegan vilja til að efla íslenskuna og setja hana í forgang þurfa þau að sýna þann vilja í verki, segir Eiríkur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ei­rík­ur Rögn­valds­son, pró­fess­or emer­it­us í ís­lensku nú­tíma­máli við Há­skóla Íslands, gagn­rýn­ir svör upp­lýs­inga­full­trúa Isa­via í sam­tali við mbl.is í gær, þar sem fram kom að ekki væri haf­in vinna við að gera ís­lensku hærra und­ir höfði í flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar.

Eins og þekkt er þá eru merk­ing­ar á ensku fyrst, á öll­um upp­lýs­inga­skilt­um flug­stöðvar­inn­ar, og svo fylgja merk­ing­ar á ís­lensku.

„Margsinn­is hafa verið gerðar at­huga­semd­ir við þetta, án ár­ang­urs,“ seg­ir Ei­rík­ur, en hann ger­ir viðtal gær­dags­ins að um­fjöll­un­ar­efni í Mál­spjall­inu und­ir yf­ir­skrift­inni Lág­kúra Isa­via.

Hegg­ur hann einkum eft­ir þess­um um­mæl­um upp­lýs­inga­full­trú­ans, Guðjóns Helga­son­ar:

„Við höf­um enn ekki hafið þá vinnu að end­ur­skoða hvernig við get­um mögu­lega bet­ur sam­einað þau sjón­ar­mið að tryggja flæði og ör­yggi farþega á flug­vell­in­um ásamt því að halda ís­lensk­unni á lofti á sama tíma.“

Nei frá ráðuneyt­inu, rúmu ári síðar

Ei­rík­ur svar­ar:

„Isa­via hef­ur „enn ekki hafið þá vinnu“ að gera ís­lensk­unni hærra und­ir höfði þrátt fyr­ir að stjórn Íslenskr­ar mál­nefnd­ar hafi nokkr­um sinn­um skrifað Isa­via um málið, bæði 2016 og 2017, en fyr­ir­tækið hef­ur aldrei látið svo lítið að svara.

Stjórn­in skrifaði einnig for­sæt­is­ráðherra, fjár­málaráðherra og sam­gönguráðherra um málið og fékk lít­il viðbrögð, nema hvað sam­gönguráðuneytið taldi í bréfi frá 18. októ­ber 2017 (sem var svar við bréfi stjórn­ar­inn­ar 17. júní 2016 !!!) að ákvæði laga um stöðu ís­lenskr­ar tungu og ís­lensks tákn­máls þar sem seg­ir að ís­lenska sé mál stjórn­valda ættu ekki við þótt Isa­via sé rík­is­eign þar sem eng­ar greiðslur rynnu til þess frá rík­inu – sem er í besta falli um­deil­an­leg lög­skýr­ing.“

Enskan fyrst og íslenskan svo. Þannig er því háttað um …
Ensk­an fyrst og ís­lensk­an svo. Þannig er því háttað um alla Leifs­stöð. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Icelanda­ir setti ís­lensk­una aft­ur í fyrsta sæti

Morg­un­blaðið greindi frá því í gær að Icelanda­ir hefði ákveðið að setja ís­lensku aft­ur í fyrsta sæti, við ávörp flugliða til farþega, eft­ir að hafa horfið frá því nokkr­um árum fyrr. 

Að sögn for­stjór­ans Boga Nils Boga­son­ar höfðu ís­lensk­ir farþegar kvartað og lýst því yfir að þeir vilji vera boðnir vel­komn­ir heim á ís­lensku. Þá ýtti Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir ráðherra á eft­ir því að þessu yrði breytt.

„Á fyrsta fund­in­um sem ég og Lilja átt­um eft­ir að hún tók við þessu starfi sem menn­ing­ar- og ferðamálaráðherra þá nefndi hún þetta, sem ýtti mjög vel við okk­ur og við ákváðum bara að breyta þessu til baka,“ sagði Bogi og viður­kenndi að gott væri að geta skipt um skoðun.

Þjóðtung­an verði höfð á und­an

Guðjón kvaðst í gær að mörgu leyti sam­mála Boga, en sagði flug­völl­inn þó enn leggja mikla áherslu á alþjóðlega tungu­málið ensku.

„Leiðbein­inga­skilt­in eða veg­vís­ar hafa ákveðið hlut­verk á flug­vell­in­um sem snýr að því að farþegar kom­ist hratt og ör­ugg­lega milli staða. Mik­ill meiri­hluti farþega sem fara um Kefla­vík­ur­flug­völl skil­ur ekki ís­lensku,“ sagði hann.

Ei­rík­ur svar­ar þess­um rök­stuðningi á þessa leið:

„Auðvitað dett­ur eng­um í hug að hætta að hafa ensku á skilt­un­um. Það er bara verið að fara fram á að þjóðtung­an sé höfð á und­an, eins og gert er víðast hvar á evr­ópsk­um flug­völl­um – meira að segja þótt fáir skilji viðkom­andi tungu­mál. Á Írlandi er írska höfð á und­an ensku, og í Skotlandi er skosk-gelíska víða á und­an ensku. Fáir skilja þau mál, en það hef­ur samt ekki frést að ör­yggi á írsk­um og skosk­um flug­völl­um sé stefnt í voða vegna þessa.“

Þessu skilti í Leifsstöð var snarlega breytt eftir umfjöllun mbl.is …
Þessu skilti í Leifs­stöð var snar­lega breytt eft­ir um­fjöll­un mbl.is snemma í far­aldr­in­um. Ensk­an var þó áfram í fyr­ir­rúmi. mbl.is/​SH

Farþegar upp­lifa sig ekki á Íslandi

Guðjón sagði enn frem­ur í viðtal­inu að mik­il tæki­færi væru fyr­ir hendi, hvað varðar ís­lenska tungu og menn­ingu í flug­stöðinni, enda séu þær of­ar­lega á blaði þegar kem­ur að framtíðar­upp­bygg­ingu á vell­in­um.

„Íslensk­an skipt­ir Isa­via miklu máli. Við vilj­um að farþeg­arn­ir okk­ar upp­lifi það að þeir séu á Íslandi inni í flug­stöðinni á Kefla­vík­ur­flug­velli,“ sagði Guðjón.

Pró­fess­or­inn gef­ur lítið fyr­ir þessi til­svör.

„Það er nú ein­mitt það sem hef­ur verið kvartað yfir – að farþegar upp­lifa það ekki að þeir séu á Íslandi. Fyr­ir­tækið þyk­ist ætla að leggja áherslu á ís­lensk­una „þegar kem­ur al­mennt að framtíðar­upp­bygg­ingu“ en ger­ir ekk­ert í sam­tím­an­um.“

Þurfa að sýna vilj­ann í verki

Að lok­um bend­ir hann á að Isa­via sé op­in­bert hluta­fé­lag í eigu rík­is­ins og að fjár­málaráðherra fari með eina hluta­bréfið.

„Nú ligg­ur beint við að á næsta hlut­hafa­fundi leggi ráðherr­ann fram til­lögu um að Isa­via breyti um stefnu og hafi ís­lensku á und­an ensku á skilt­um í Leifs­stöð. Ráðherr­ann þarf síðan ekki annað en greiða at­kvæði með eig­in til­lögu til að hún sé samþykkt ein­róma. Ég meina þetta í fúl­ustu al­vöru.

Ef stjórn­völd hafa raun­veru­leg­an vilja til að efla ís­lensk­una og setja hana í for­gang þurfa þau að sýna þann vilja í verki. Menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra hef­ur gert það á ýms­an hátt, nú síðast með því að þrýsta á Icelanda­ir – nú er komið að fjár­málaráðherra. Yfir til þín, Bjarni.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert