Gundega býður sig fram til 3. varaforseta

Gundega flutti til Íslands frá Lettlandi árið 2004.
Gundega flutti til Íslands frá Lettlandi árið 2004. Ljósmynd/Aðsend

Gun­dega Jaun­lin­ina, fyrr­ver­andi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. vara­for­seta Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) á þingi sam­bands­ins sem nú stend­ur yfir. Frá þessu grein­ir hún í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

Fyrr í morg­un var greint frá því að Phoen­ix Jessica Ramos, fyrr­ver­andi vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi Efl­ing­ar, bjóði sig fram til 1. vara­for­seta og Trausti Jör­und­ar­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar, bjóði sig fram til 2. vara­for­seta.

Gundega gegndi formennsku hjá ASÍ-UNG í þrjú ár.
Gun­dega gegndi for­mennsku hjá ASÍ-UNG í þrjú ár. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Gun­dega tel­ur sig hafa góða reynslu og þekk­ingu til að sinna embætti vara­for­seta, en hún gekk upp­haf­lega til liðs við hreyf­ing­una fyr­ir tíu árum, sem starfsmaður á leik­skóla, þegar hún var kjör­in í stjórn Hlíf­ar í Hafnar­f­irði. Í kjöl­farið gekk hún til liðs við ASÍ-UNG þar sem hún gegndi for­mennsku í þrjú ár. 

„Í því hlut­verki sat ég miðstjórn­ar­fundi sam­bands­ins sem áheyrn­ar­full­trúi og hef því fengið góða inn­sýn inn í það sem virk­ar vel og ekki eins vel inn­an sam­bands­ins. Jafn­framt hef ég átt sæti í ýms­um mál­efna­nefnd­um á veg­um ASÍ og hef tekið virk­an þátt í stefnu­mót­un, bæði á þingi ASÍ og á þing­um ASÍ-UNG.“

Hún seg­ir mál­efni verka­fólks brenna á sér, aðstæður aðflutts verka­fólks, ör­yggi kvenna og minni­hluta­hópa á vinnu­markaði og mál­efni barna­fjöl­skyldna.

„Allt þekki ég þetta af eig­in raun.“

Gun­dega er fædd og upp­al­in í Lett­landi en flutt­ist til Íslands árið 2004 í æv­in­týra­leit, að eig­in sögn. Það æv­in­týri standi enn.

„Ég von­ast til að geta látið gott af mér leiða í for­ystu ASÍ næstu tvö árin.“  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert