Hlaup gæti komið af stað eldgosi

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Erfitt er að greina hvort hlaup sé hafið úr Grímsvötnum og munu mælar líklega ekki greina afgerandi merki þess fyrr en á morgun, þegar talið er að hlaupið muni ná hámarki. Þetta segir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýs­ti yfir óvissu­stigi al­manna-varna vegna mögu­legs jök­ul­hlaups úr Grím­svötn­um í gær. Íshellan er tekin að lækka og má búast við að vatnið sem rennur undan henni komi fram í Gígjukvísl.

Vatnsstaða í Grímsvötnum er lág og því ekki búist við stóru hlaupi sem ógnað gæti mannvirkjum.

Fluglitakóðanum yfir Grímsvötnum hefur þó verið breytt í gulan en ástæðan er sú að þrýstingsléttirinn sem verður við hlaupið gæti mögulega komið af stað eldgosi, að sögn Salóme. Gæti hlaupið því virkað sem eins konar „gikkur“ fyrir eldgos.

„Það gæti hafist gos í kjölfarið en það er líklegra að það gerist ekki neitt,“ segir Salóme en bætir við: „Á meðan íshellan er að lækka er sérstök athygli á Grímsvötnum.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert