Hlaup gæti komið af stað eldgosi

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Erfitt er að greina hvort hlaup sé hafið úr Grím­svötn­um og munu mæl­ar lík­lega ekki greina af­ger­andi merki þess fyrr en á morg­un, þegar talið er að hlaupið muni ná há­marki. Þetta seg­ir Salóme Jór­unn Bern­h­arðsdótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands.

Rík­is­lög­reglu­stjóri, í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­landi, lýs­ti yfir óvissu­stigi al­manna-varna vegna mögu­legs jök­ul­hlaups úr Grím­svötn­um í gær. Íshell­an er tek­in að lækka og má bú­ast við að vatnið sem renn­ur und­an henni komi fram í Gígju­kvísl.

Vatns­staða í Grím­svötn­um er lág og því ekki bú­ist við stóru hlaupi sem ógnað gæti mann­virkj­um.

Flug­litakóðanum yfir Grím­svötn­um hef­ur þó verið breytt í gul­an en ástæðan er sú að þrýst­ing­slétt­ir­inn sem verður við hlaupið gæti mögu­lega komið af stað eld­gosi, að sögn Salóme. Gæti hlaupið því virkað sem eins kon­ar „gikk­ur“ fyr­ir eld­gos.

„Það gæti haf­ist gos í kjöl­farið en það er lík­legra að það ger­ist ekki neitt,“ seg­ir Salóme en bæt­ir við: „Á meðan ís­hell­an er að lækka er sér­stök at­hygli á Grím­svötn­um.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka