Jón sakaður um að „spila inn á ótta fólks“

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna …
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Samsett mynd

Þing­menn stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi gagn­rýndu dóms­málaráðherra í þingsal í dag varðandi stefnu Íslands í flótta­manna­mál­um. Ráðherra var m.a. sakaður um að „spila inn á ótta fólks“ og koma fram með „óljós­ar staðhæf­ing­ar og full­yrðing­ar“ varðandi mál­efni flótta­fólks. 

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra hef­ur boðað að hann muni gera rík­is­stjórn­inni grein fyr­ir til­lög­um um hvernig ganga megi enn lengra við að „sníða af van­kanta á út­lend­inga­lög­um“. Í gær mælti hann fyr­ir frum­varpi til laga um landa­mæri en í sam­tali við Morg­un­blaðið í dag sagði Jón að líða færi að því að frum­varp hans um breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um yrði lagt fram. „Það er verið að vinna að lokafrá­gangi á því. Við reikn­um með að leggja fram þing­málið á þessu tíma­bili,“ sagði hann en frum­varpið var fyrst boðað á þing­mála­skrá í sept­em­ber.

Í umræðum um frum­varp til laga um landa­mæri í gær sagði Jón að skrán­ing­ar­kerfið, sem lagt væri til að stuðst yrði við í frum­varp­inu, fæli í sér strang­ara eft­ir­lit með för fólks. „Það eru veru­leg­ar áhyggj­ur af því inn­an Schengen-svæðis­ins að það sé verið að mis­nota flótta­manna­kerf­in – og það eru miklu meira en áhyggj­ur – það er full­kom­in vitn­eskja um það. Lög­reglu­yf­ir­völd hafa það sér­stak­lega til eft­ir­lits og rann­sókn­ar,“ sagði hann.

„Ódýr mál­flutn­ing­ur“

Sig­mar Guðmunds­son, þingmaður Viðreisn­ar, sagði í umræðum um störf þings­ins á Alþingi í dag, að það væri „ódýr mál­flutn­ing­ur að spila inn á ótta fólks til að knýja fram ein­hverj­ar til­tekn­ar breyt­ing­ar, ekki síst þegar stór­felld­ar breyt­ing­ar eru boðaðar á kerfi sem á að verja fólk sem er í ákaf­lega viðkvæmri stöðu.“

Á Alþingi í gær kvaðst Jón vilja ganga enn lengra …
Á Alþingi í gær kvaðst Jón vilja ganga enn lengra í að breyta út­lend­inga­lög­um en hingað til hef­ur verið lagt til. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Sig­mar sagði að Jón hefði því miður fallið „í þann fúla pytt í umræðum hér í þingsal í gær. Hann full­yrti að verið væri að mis­nota flótta­manna­kerfið og brjóta flótta­manna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna án þess að gera minnstu til­raun til að rök­styðja þessa full­yrðingu sína og boðaði harðari aðgerðir sem munu bitna á sak­lausu fólki,“ sagði Sig­mar.

Hann tók jafn­framt fram, að ef það væri verið að mis­nota kerfið og flótta­manna­samn­ing Sam­einuðu þjóðanna þá þyrfti að segja skýrt frá því hverj­ir væru að gera það, hvernig það væri gert og hvert um­fangið væri. Hingað til hefðu menn forðast þá umræðu.

„Er það virki­lega svo að mögu­leg mis­notk­un fárra á kerfi eigi sjálf­krafa að leiða til þess að þeim sem þurfa svo sann­ar­lega skjól verði út­hýst? Það verður af­leiðing­in,“ sagði Sig­mar. 

Tala skýrt og segja satt

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir, þingmaður Pírata, sagði að Jón hefði látið ýmis um­mæli falla sem til­efni væri til að gera at­huga­semd­ir við og hafa áhyggj­ur af.

„Óljós­ar staðhæf­ing­ar og full­yrðing­ar sem senda þau skila­boð að fólk á flótta, sem leit­ar hingað skjóls frá stríði og öðrum hörm­ung­um, sé upp til hópa óheiðarlegt, ekki hingað komið til að vinna og vera þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu og jafn­vel hættu­legt. Þetta snýst ekki bara um ein­hvern póli­tísk­an ágrein­ing á milli hæst­virts dóms­málaráðherra og annarra sem eru hon­um ósam­mála um stefnu Íslands í flótta­manna­mál­um. Þetta er al­var­legt mál upp á líf og dauða fjöl­skyldna sem eru venju­legt fólk eins og við. Það, að sjálf­ur dóms­málaráðherra lands­ins taki und­ir og jafn­vel stuðli að orðræðu sem er til þess fall­in að auka jaðar­setn­ingu fólks sem þegar til­heyr­ir minni­hluta­hóp, er grafal­var­legt mál,“ sagði Arn­dís Anna. 

Hún skoraði jafn­framt á Jón og aðra ráðherra að sýna því valdi sem þeim hefði verið falið virðingu „og byrja að tala skýrt og segja satt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert