Kristján íhugar stöðu sína sem forseti ASÍ

Kristján Þórður Snæbjarnarson segist vera sleginn yfir fréttum dagsins.
Kristján Þórður Snæbjarnarson segist vera sleginn yfir fréttum dagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­seti ASÍ, seg­ist íhuga stöðu sína og fram­boð eft­ir frétt­ir dags­ins. Þing ASÍ mun halda áfram klukk­an tíu í fyrra­málið.

Síðdeg­is í dag drógu Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, fram­boð sín til baka. 

Vissi ekki hvað var í vænd­um

„Þetta er auðvitað slá­andi staða sem við erum í núna. Þing­inu hef­ur verið frestað til klukk­an tíu í fyrra­málið. Við mun­um þurfa að fara yfir stöðuna þangað til og á þing­inu,“ seg­ir Kristján í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ist ekki hafa verið meðvitaður fyr­ir­fram um þá at­b­urðarás sem væri að fara að eiga sér stað.

„Ekk­ert þannig, ég vissi nátt­úr­lega af dag­skrár­breyt­ing­ar­til­lögu sem við fór­um með fram.“

Hugs­ar málið til morg­uns

Kristján kveðst bæði vera að íhuga stöðu sína sem og fram­boðs síns í ljósi þeirr­ar stöðu sem sam­bandið standi frammi fyr­ir. Sól­veig Anna sagðist fyrr í dag vera að skoða það hvort draga ætti Efl­ingu út úr sam­band­inu. Vil­hjálm­ur sagði sam­bandið vera umboðslaust.

„Auðvitað þarf maður bara að sjá hvernig mál­in þró­ast til morg­uns og hvað við ger­um,“ seg­ir Kristján. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert