„Óskiljanlegar ávirðingar felldar úr gildi“

Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur dóm héraðsdóms í dag rökréttan …
Orri Hauksson, forstjóri Símans, telur dóm héraðsdóms í dag rökréttan og kveður það gott fyrir atvinnulífið og fyrir neytendur á Íslandi að dómsvaldið sé virkt og geti komist að rökréttri niðurstöðu, eins og hann orðar það. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Við erum mjög sátt við þessa niður­stöðu og höf­um aldrei skilið rök­semda­færslu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins varðandi hvað við eig­um að hafa brotið,“ seg­ir Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, í sam­tali við mbl.is. Til umræðu er dóm­ur Héraðsdóms Reykja­vík­ur í dag þar sem felld var úr gildi ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá því í maí 2020.

Sektaði eft­ir­litið Sím­ann um 500 millj­ón­ir króna vegna mik­ils verðmun­ar og ólíkra viðskipta­kjara við sölu á Enska bolt­an­um í Sím­an­um Sport. Taldi Sam­keppnis­eft­ir­litið viðskipta­vin­um Sím­ans þarna mis­munað eft­ir því hvort Enski bolt­inn væri boðinn til sölu í svo­kölluðum Heim­il­ispakka Sím­ans eða í sérá­skrift.

„Skil­yrð­unum sem Sím­inn braut er ætlað að vinna gegn því að Sím­inn geti, í ljósi sterkr­ar stöðu sinn­ar á mik­il­væg­um mörk­uðum fjar­skipta, nýtt hið breiða þjón­ustu­fram­boð sitt til þess að draga að sér og halda við­skipt­um á þann hátt að keppi­naut­ar þeirra geti ekki boðið sam­keppn­is­hæft verð eða þjón­ustu. Er skil­yrð­unum ætlað að koma í veg fyr­ir að Sím­inn geti með þess­um hætti tak­markað sam­keppni al­menn­ingi til tjóns,“ ritaði Sam­keppnis­eft­ir­litið á sín­um tíma í frétt á vefsíðu sinni. 

„Kaus að fylgja orðalagi í svo­kölluðum sátt­um“

Þessa sekt­ar­ákvörðun hef­ur héraðsdóm­ur nú ógilt en áður hafði áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála ógilt hana að hluta og lækkað sekt­ina í 200 millj­ón­ir með úr­sk­urði 13. janú­ar í fyrra. Þarf Sam­keppnis­eft­ir­litið því að standa Sím­an­um skil á 200 millj­ón­um króna með  drátt­ar­vöxt­um.

„Eft­ir­litið ákveður sér­stak­lega að fara ekki í rann­sókn á mörkuðum held­ur kaus að fylgja orðalagi í svo­kölluðum sátt­um sem við höf­um gert gegn­um tíðina við eft­ir­litið um til­tek­in mál. Stofn­un­in reyn­ir síðan ein­hvern veg­inn að rök­styðja að við höf­um brotið þær sátt­ir,“ held­ur Orri áfram og tel­ur niður­stöðu héraðsdóms í dag rök­rétta. „Þarna eru óskilj­an­leg­ar ávirðing­ar og ásak­an­ir Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins felld­ar úr gildi,“ seg­ir hann enn frem­ur.

„Þetta hef­ur þau áhrif að við höf­um skýr­ara at­hafna­frelsi og skilj­um bet­ur réttarramm­ann sem við vinn­um inn­an. Við töld­um ein­sýnt að við vær­um að vinna inn­an þess ramma og þeirra sátta sem við höf­um gert, þegar við tók­um þær ákv­arðanir að fara mjög ódýrt með ensku úr­vals­deild­ina á markað á sín­um tíma. Við fjölguðum leikj­um, bætt­um aðgengi og þjón­ustu, en Sam­keppnis­eft­ir­litið taldi okk­ur ein­hvern veg­inn vera að brjóta gam­alt sam­komu­lag okk­ar við stofn­un­ina. Sú rök­semda­færsla var í and­stöðu við það sem þeir höfðu áður úr­sk­urðað um okk­ar keppi­nauta og hvernig mætti tengja sam­an mis­mun­andi vör­ur gagn­vart viðskipta­vin­um,“ seg­ir Orri frá.

Love Is­land með meira áhorf

Hann seg­ir fólk geta náð í þessa þjón­ustu, út­send­ing­ar frá ensku úr­vals­deild­inni, sama við hvaða fjar­skipta­fyr­ir­tæki það skipti. Sam­keppnis­eft­ir­litið hafi hins veg­ar reynt að koma því á fram­færi að Sím­inn sneri upp á hend­ur fólks með því að það yrði að vera með allt hjá Sím­an­um, þótt tug­ir þúsunda fólks úti um allt land hafi ekki búið við þau skil­yrði sem eft­ir­litið hafi þar lýst og valið sér mis­mun­andi þjón­ustuþætti frá mis­mun­andi fyr­ir­tækj­um að vild.

„Það er ósköp skilj­an­legt sam­kvæmt orðanna hljóðan hvaða regl­ur gilda og ekk­ert hægt að toga það og teygja til að fá fram ein­hverja niður­stöðu sem eft­ir­litið vildi fá fram. Stofn­un­in marg­breytti um af­stöðu í þessu máli, fyrst áttu út­send­ing­ar frá ensku úr­vals­deild­inni að vera sér­stak­ur markaður, það stóð ekki steinn yfir steini í því, Love Is­land er með meira áhorf en úr­vals­deild­in. Svo átt­um við að hafa brotið gaml­ar sátt­ir sem var gjör­sam­lega óskilj­an­legt miðað við aðra úr­sk­urði og dóm­ur­inn fer bara mjög vel yfir það hvernig hin síðar fram komna rök­semda­færsla virkaði ekki held­ur,“ seg­ir for­stjór­inn.

Verður af­koma Sím­ans þá ekki stór­um betri eft­ir niður­stöðuna í dag?

„Það mun­ar auðvitað um að fá 200 millj­ón­ir til baka. Í sam­hengi við sex millj­arða EBIT­Du [nf. EBITDA, rekstr­ar­hagnaður fyr­ir af­skrift­ir] er það þó hlut­falls­lega ekki það allra stærsta í okk­ar rekstri. Hér er í raun mun mik­il­væg­ara að farið sé eft­ir orðanna hljóðan, frek­ar en ein­hverju sem verið er að túlka eft­ir á með óskilj­an­leg­um hætti,“ seg­ir Orri og bæt­ir því við að dóm­ur­inn í dag sé mjög já­kvæður fyr­ir neyt­end­ur. Orri seg­ir að ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi á sín­um tíma verið til skaða fyr­ir neyt­end­ur þar sem Sím­inn hafi þurft að breyta verði og nettóút­kom­an þá hafi orðið hækk­un til neyt­enda.

„Það er mjög mik­il­vægt fyr­ir at­vinnu­líf og sam­fé­lag að regl­urn­ar séu jafn­ar og að fyr­ir­tæki þurfi ekki að gang­ast und­ir sátt­ir sem eru túlkaðar með mis­mun­andi hætti eft­ir fyr­ir­tækj­um. Þegar tveir aðilar á markaði, eins og Sím­inn og Voda­fo­ne í þessu til­felli, eru með mjög sam­bæri­leg­ar sátt­ir um til­tek­in atriði, og þær eru túlkaðar mjög ólíkt af hálfu stjórn­valds sem beitt get­ur þung­um sekt­ar­heim­ild­um, er mjög gott fyr­ir at­vinnu­lífið og fyr­ir neyt­end­ur á Íslandi að dómsvaldið sé virkt og geti kom­ist að rök­réttri niður­stöðu,“ seg­ir Orri Hauks­son, for­stjóri Sím­ans, um dóm Héraðsdóms Reykja­vík­ur í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert