Phoenix Jessica býður sig fram til 1. varaforseta

45. þing Alþýðusam­bands Íslands var sett klukk­an tíu í gærmorg­un …
45. þing Alþýðusam­bands Íslands var sett klukk­an tíu í gærmorg­un í skugga átaka innan sam­bands­ins. mbl.is/Hjörtur

Phoen­ix Jessica Ramos, fyrr­ver­andi vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi Efl­ing­ar, býður sig fram til 1. vara­for­seta Alþýðusam­bands Íslands. Frá þessu greindi hún í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.

Þar seg­ir hún að sér þyki mik­il­vægt að kon­ur velj­ist til for­ystu inn­an ASÍ og ekki síst kon­ur af er­lend­um upp­runa. Rúm­lega fimmt­ung­ur (22,5%) fé­lags­fólks ASÍ sé af er­lend­um upp­runa og 80% af inn­flytj­end­um á vinnu­markaði séu fé­lag­ar í fé­lög­um sem heyra und­ir ASÍ.

„Okk­ar radd­ir þurfa að heyr­ast. Ég er fé­lagi í VR og tel líka mik­il­vægt að VR eigi full­trúa meðal vara­for­seta.“ 

Eitt af helstu áherslu­mál­um Phoen­ix er vinnustaðaeft­ir­lit verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar. Sjálf starfaði hún sem vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi hjá Efl­ingu.

„Þolend­ur eru nán­ast alltaf lág­launa­fólk og oft af er­lend­um upp­runa. Ég vil beita mér fyr­ir efl­ingu vinnustaðaeft­ir­lits­ins og um leið fyr­ir bætt­um rétt­ind­um launa­fólks og raun­veru­leg­um viður­lög­um gegn launaþjófnaði og öðrum brot­um á vinnu­markaði.“

Phoen­ix er frá New York en flutti til Íslands árið 2015 og starfaði fyrst inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar. Hún varð virk í verka­lýðsbar­átt­unni þegar hún gegndi starfi trúnaðar­manns VR hjá einu af fyr­ir­tækj­un­um sem hún starfaði fyr­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert