Ragnar, Sólveig og Vilhjálmur hætta við

Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, hef­ur dregið til baka fram­boð sitt til embætt­is for­seta Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Mun hann hafa borið fyr­ir sig að ekki væri út­lit fyr­ir samstaða næðist inn­an sam­bands­ins.

Þá hafa Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, einnig dregið til baka fram­boð sín í embætti 2. og 3. vara­for­seta ASÍ.

Heim­ild­ir mbl.is herma að legið sé und­ir feldi hvort þessi fé­lög eigi að segja sig úr ASÍ, en Ragn­ar hef­ur oft­ar en einu sinni viðrað þá hug­mynd. Síðast í viðtali við mbl.is í gær.

Ragnar Þór hefur dregið framboð sitt til forseta ASÍ til …
Ragn­ar Þór hef­ur dregið fram­boð sitt til for­seta ASÍ til baka. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Vísaði til færslu Hall­dóru

Þá sagði Ragn­ar það þing­full­trúa að taka ákvörðun um hvort verka­lýðshreyf­ing­in mynd­in sam­ein­ast á vett­vangi ASÍ eða liðast í sund­ur. VR væri stórt fé­lag sem gæti hugsað um sig sjálft, en hvort það væri hægt að mynda banda­lög inn­an ASÍ kæmi í ljós í kosn­ing­um á miðviku­dag.

Þegar Ragn­ar greindi frá því að hann drægi fram­boðið til baka vísaði hann einnig til stöðuupp­færslu Hall­dóru Sveins­dótt­ur, for­manns Bár­unn­ar, þar sem hún gagn­rýndi Ragn­ar, Sól­veigu og Vil­hjálm harðlega.

Í færsl­unni sagði Hall­dóra meðal ann­ars að þingið væri haldið í skugga þess að fyrr­ver­andi for­seti ASÍ, Drífa Snæ­dal, hefði hrökklast úr embætti vegna þeirr­ar for­dæma­lausu of­beld­is­menn­ing­ar sem grafið hefði um sig í hreyf­ing­unni. Þá spurði hún hvort vænta mætti hópupp­sagn­ar inn­an ASÍ ef þau þrjú næðu kjöri í embætt­in.

Mik­il átök hafa átt sér stað á 45. þingi ASÍ sem stend­ur nú yfir og var dag­skrá þings­ins breytt fyrr í dag til að ræða ákveðin mál sem komið hafa upp. Meðal ann­ars um­rædda stöðuupp­færslu Hall­dóru.

Ólöf Helga Ad­olfs­dótt­ir, rit­ari Efl­ing­ar, er því ein í fram­boði til for­seta ASÍ. Þá til­kynntu þau Phoen­ix Jessica Ramos, fyrr­ver­andi vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi Efl­ing­ar, Trausti Jör­und­ar­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar og Gun­dega Jaun­lin­ina, fyrr­ver­andi formaður ASÍ-UNG, um fram­boð sín til var­for­seta ASÍ í morg­un.

Fram­boðsfrest­ur er ekki enn runn­in út svo ekki ligg­ur fyr­ir hvort þau verða sjálf­kjör­in í embætt­in. Kosið verður í embætt­in á loka­degi þings­ins, á morg­un.

Upp­fært:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert