Saka Rússa um að ræna yfirmanni kjarnorkuvers

Kjarnorkuverið í Saporisjía.
Kjarnorkuverið í Saporisjía. AFP/Stringer

Úkraínu­menn hafa sakað rúss­nesk­ar her­sveit­ir um að ræna og misþyrma hátt­sett­um yf­ir­manni yfir kjarn­orku­ver­inu í Sa­porisjíu í suður­hluta Úkraínu. Mun þetta vera ann­ar hátt­setti yf­ir­maður kjarn­orku­vers­ins sem Rúss­ar eru sagðir hafa rænt.

Í yf­ir­lýs­ingu frá kjarn­orku­mála­stofn­un Úkraínu seg­ir að Val­e­rí Mart­injuk, maður­inn sem rúss­nesk­ar her­sveit­ir eru sakaðar um að ræna, hafi verið yf­ir­maður yfir mannauðsdeild í kjarn­orku­ver­inu.

Hef­ur stofn­un­in jafn­framt kallað eft­ir því að Rafa­el Grossi, yf­ir­maður Alþjóðakjarn­orku­mála­stofn­un­ar­inn­ar, sem er nú í heim­sókn í Rússlandi, sjái til þess að Mart­injuk verði sleppt úr haldi.

Sa­porisjía-héraðið er eitt fjög­urra héraða sem Rúss­ar telja sig hafa inn­limað í Rúss­land. Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur for­dæmt ákvörðun Rússa og sagt hana ólög­mæta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert