Trausti býður sig fram til 2. varaforseta

Trausta þykir mikilvægt að smærri félög af landsbyggðinni hafi fulltrúa. …
Trausta þykir mikilvægt að smærri félög af landsbyggðinni hafi fulltrúa. Mynd frá þingi ASÍ í gær. Eggert Jóhannesson

Trausti Jör­und­ar­son, formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar, gef­ur kost á sér í embætti 2. vara­for­seta Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ), á þingi sam­bands­ins sem nú stend­ur yfir. Frá þessu grein­ir hann í til­kynn­ingu til fjöl­miðla. Fyrr í dag var greint frá því að Phoen­ix Jessica Ramos, fyrr­ver­andi vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi Efl­ing­ar, bjóði sig fram til 1. vara­for­seta.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Trausti að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram þar sem það sé lýðræðis­leg­ur rétt­ur hans. Þá finnst hon­um mik­il­vægt að boðið verði upp á fleiri en einn val­kost í embætti for­seta og vara­for­seta, en Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, hef­ur þegar gefið kost á sér í embætti 2. vara­for­seta.

„Ég hef aldrei verið fylgj­andi því að fólk fái bara ein­hver embætti upp í hend­urn­ar. Það er allt í lagi að kjósa um þetta,“ seg­ir Trausti.

„Það er nátt­úr­lega ákveðin ólga inn­an í þess­ari hreyf­ingu. Það eru ákveðnar valda­blokk­ir sem eru bún­ar að ákveða hvernig þetta á að vera. Það er allt í lagi að sýna að það eru ekki all­ir sátt­ir við það.“

Mik­il­vægt að lands­byggðin hafi full­trúa

Þá þykir Trausta mik­il­vægt að smærri aðild­ar­fé­lög á lands­byggðinni eigi full­trúa inn­an for­ystu ASÍ og vill hann beita sér fyr­ir breiðri sam­stöðu í kjaraviðræðum vetr­ar­ins.

„Það er hverf­andi fólk úr miðstjórn og for­seta­embætt­um af lands­byggðinni. Það er nú allt í lagi að það sé ein­hver af lands­byggðinni sem held­ur utan um þau mál sem eru þar,“ seg­ir Trausti.

„Launa­fólk á mikið und­ir því að Alþýðusam­band Íslands virki sem skyldi,“ seg­ir hann jafn­framt.

Vill kanna hvar hug­ur fólks ligg­ur

Trausti tel­ur sig hafa ágæt­an stuðning en það verði bara að koma í ljós á miðvik­dag­inn hver raun­veru­leg­ur stuðning­ur er.

„Mér finnst þetta bara gam­an. Mér finnst gam­an að fara í svona fram­boð og kanna hvernig hug­ur fólks er þegar kem­ur að því að kjósa. Það get­ur verið að marg­ir segi eitt­hvað fínt við mig núna og kjósi svo eitt­hvað allt annað, en það er þá bara þeirra.“

Trausti var kjör­inn formaður Sjó­manna­fé­lags Eyja­fjarðar árið 2019 og hef­ur verið virk­ur í starfi inn­an ASÍ síðan þá. Hann hef­ur meðal ann­ars setið í líf­ey­r­is­nefnd ásamt fleiri nefnd­um.

Trausti starfaði sem sjó­maður í tólf ár og var þar áður bak­ari í ára­tug. Hann býr nú á Ak­ur­eyri ásamt eig­in­konu og þrem­ur börn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert