„Var við það að brotna niður“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði sig á Facebook í …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði sig á Facebook í kvöld. Eggert Jóhannesson

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, grein­ir frá því á Face­book-síðu sinni í kvöld að al­var­leg­ar hót­an­ir í hans garð og óvæg­in umræða hafi verið ástæða þess að hann dró fram­boð sitt til for­seta ASÍ til baka. Hann seg­ir ákvörðun­ina hafa verið afar erfiða.

Ekki hef­ur náðst í Ragn­ar Þór síðan hann gekk af þingi ASÍ í dag ásamt Sól­veigu Önnu Jóns­dótt­ur, for­manni Efl­ing­ar og Vil­hjálmi Birg­is­syni, for­manni Verka­lýðsfé­lags Akra­ness og Starfs­greina­sam­bands­ins.

Vildi skilja eitraða orðræðu og átök eft­ir á þing­inu

Mark­miðið með fram­boði mína var að gera til­raun til að sam­eina krafta okk­ar á þess­um vett­vangi. Sam­ein­ast und­ir merkj­um ASÍ og sam­ein­ast sem breiðari fylk­ing en áður og nýta þingið sem tæki­færi til að slíðra sverðin og snúa bök­um sam­an. Ég hafði ein­læga trú um að við gæt­um skilið þá eitruðu orðræðu og átök sem hafa ein­kennt Alþýðusam­bandið síðustu ár eft­ir á þing­inu,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Ragn­ars Þórs sem hann birti á Face­book-síðu sinni í kvöld.

Ragn­ar seg­ir síðustu daga fyr­ir þingið hafa lit­ast af ósmekk­legri orðræðu og árás­um á sína per­sónu. 

Ég var ít­rekað kallaður valda­sjúk­ur of­beld­ismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfs­fólki ASÍ kæm­ist ég til valda. Það er einkar dap­ur­legt að gjald­fella orðið of­beldi með þess­um hætti. Að stilla upp póli­tísk­um deil­um og ágrein­ingi upp sem of­beldi eru kald­ar kveðjur til þeirra sem raun­veru­lega verða fyr­ir of­beldi.“

Fjöl­skyld­an og Ragn­ar vön hót­un­um

Ragn­ar kveðst þó van­ur hót­un­um, enda hafi hann og fjöl­skylda sín þurft að sæta þeim í kring­um síðustu kjara­samn­inga.
Meiri nei­kvæðri at­hygli fylg­ir aukið áreiti og um síðustu mánaðamót fór að bera aft­ur á al­var­leg­um hót­un­um. Ég tala ekki mikið um þetta og ég læt alltof sjald­an vita af því. Guðbjörg kon­an mín tek­ur þetta mjög nærri sér, eðli­lega, því við erum með ung börn á heim­il­inu.

Ragn­ar seg­ir út­slagið hafa verið færslu sem hann sá í morg­un frá for­manni stétt­ar­fé­lags inn­an ASÍ, sem hafi sakað hann um of­beldi og fyr­ir­ætlan­ir um að segja upp öllu starfs­fólki ASÍ. 

„Þegar börn­in mín lesa fyr­ir­sagn­ir um að pabbi þeirra stundi of­beldi og reki fólk fyr­ir­vara­laust eða heyra því hvíslað á förn­um vegi, brest­ur eitt­hvað.

Ég ræddi þetta við kon­una mína yfir kaffi­bolla í morg­un, eft­ir að við lás­um nýj­ustu árás­ina í minn garð. Árás á mína æru og per­sónu. Árás á miðju þingi ASÍ sem ég vonaðist til að vera vett­vang­ur sátta.
Ákváðum við í sam­ein­ingu að þetta væri ekki þess virði. Því miður.“

Hlakk­ar til að vinna áfram inn­an VR

Ragn­ar viður­kenn­ir að hafa ákvörðunin hafi verið mjög erfið og seg­ist hafa verið við það að brotna niður.
„Ekki vegna þess að ég fengi ekki meiri völd, held­ur að sjá á eft­ir tæki­fær­inu sem við höfðum til að verða ósigrandi. Ég trúði þessu svo inni­lega að þetta væri hægt og hvað við ætluðum að ná miklu fram fyr­ir fólkið okk­ar.“
Ragn­ar seg­ist þó einnig vera létt yfir þessu og seg­ist hlakka til að halda áfram að vinna með sam­starfs­fólki sínu hjá VR.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert