Veisla á Grand Hotel í skugga átaka

Af Grand Hotel í kvöld.
Af Grand Hotel í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Þing­full­trú­ar af þingi ASÍ sitja nú hátíðar­kvöld­verð á Grand Hotel í Laug­ar­dal. Þrátt fyr­ir storma­sam­an dag inn­an sam­bands­ins er mæt­ing sögð vera með ágæt­um.

Ljós­mynd­ari mbl.is fékk að festa eitt augna­blik á filmu áður en hann var beðinn um að yf­ir­gefa sam­kom­una, sem reynd­ar var líkt við erfi­drykkju.

Þing­hald held­ur áfram í fyrra­málið

Á henni mynd­inni má sjá að Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­seti ASÍ, er viðstadd­ur en hann sagðist fyrr í dag sagðist hann vera að íhuga stöðu sína og fram­boð sitt.

Þingi ASÍ var frestað í dag eft­ir að for­menn og full­trú­ar verka­lýðsfé­lag­anna VR, Efl­ing­ar, Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness gengu út en það verður sett aft­ur klukk­an tíu í fyrra­málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert