19.000 þáðu bólusetningu

Samtals þáðu 19.002 bólusetningu á meðan átakinu stóð. Boðið var …
Samtals þáðu 19.002 bólusetningu á meðan átakinu stóð. Boðið var upp á bólusetningu gegn Covid-19 og voru alls 13.125 skammtar gefnir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um það bil 19 þúsund íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins 60 ára og eldri þáðu bólu­setn­ingu í tveggja vikna átaki í Laug­ar­dals­höll sem lauk í síðustu viku. Átakið gekk mjög vel og al­mennt var mik­il ánægja meðal þeirra sem komu með þjón­ust­una að sögn Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu, sam­tals hafi 19.002 þegið bólu­setn­ingu á meðan átak­inu stóð.

Boðið var upp á bólu­setn­ingu gegn Covid-19 og voru alls 13.125 skammt­ar gefn­ir. Aðeins var boðið upp á örvun­ar­skammt fyr­ir þau sem voru með grunn­bólu­setn­ingu fyr­ir. Sam­hliða var boðið upp á bólu­setn­ingu við in­flú­ensu og gat fólk ráðið hvort það fékk bólu­setn­ingu við öðrum eða báðum sjúk­dóm­un­um. Alls voru gefn­ir 15.259 skammt­ar af bólu­efni við in­flú­ensu í átak­inu í Höll­inni, seg­ir jafn­framt.

Eft­ir að átak­inu lauk hafa yfir 80 pró­sent lands­manna yfir 50 ára aldri fengið að minnsta kosti þrjá skammta af bólu­efni og vel rúm­ur helm­ing­ur fólks á aldr­in­um 16 til 50 ára. Um helm­ing­ur lands­manna 70 ára og eldri hafa nú fengið fjóra skammta og þriðjung­ur fólks á aldr­in­um 60 til 69 ára að sögn heilsu­gæsl­unn­ar. 

Nú þegar bólu­setn­ingar­átak­inu í Laug­ar­dals­höll er lokið fær­ast bólu­setn­ing­ar við bæði Covid-19 og in­flú­ensu inn á heilsu­gæslu­stöðvarn­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert