47 í varðhaldi og aldrei fleiri konur í fangelsi

Fangelsið á Hólmsheiði.
Fangelsið á Hólmsheiði. mbl.is/Árni Sæberg

Mörg stór mál hafa komið upp að und­an­förnu, sem kraf­ist hafa þess að fólk sé hneppt í gæslu­v­arðhald.

Nú er svo komið að 47 manns eru í gæslu­v­arðhaldi hér á landi. Að jafnaði eru þeir rúm­lega helm­ingi færri, eða um 15 til 20 hverju sinni.

Átján kon­ur í fang­elsi

Þá hafa aldrei áður verið fleiri kon­ur í fang­elsi, en þegar mest lét fyrr í vik­unni voru þar 18 tals­ins.

Frá þessu grein­ir Fang­els­is­mála­stofn­un í til­kynn­ingu.

Þar er bent á að svo mik­il fjölg­un fanga á stutt­um tíma sé krefj­andi fyr­ir fanga­verði og annað starfs­fólk. Verk­efnið hafi þó verið leyst með sóma.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert