Mörg stór mál hafa komið upp að undanförnu, sem krafist hafa þess að fólk sé hneppt í gæsluvarðhald.
Nú er svo komið að 47 manns eru í gæsluvarðhaldi hér á landi. Að jafnaði eru þeir rúmlega helmingi færri, eða um 15 til 20 hverju sinni.
Þá hafa aldrei áður verið fleiri konur í fangelsi, en þegar mest lét fyrr í vikunni voru þar 18 talsins.
Frá þessu greinir Fangelsismálastofnun í tilkynningu.
Þar er bent á að svo mikil fjölgun fanga á stuttum tíma sé krefjandi fyrir fangaverði og annað starfsfólk. Verkefnið hafi þó verið leyst með sóma.