Börn birtist bara í skólunum

Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um málefni flóttafólks og benti …
Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddi um málefni flóttafólks og benti á að börn þess birtust bara allt í einu í skólum hingað og þangað án þess að nokkur aðbúnaður væri tækur til að fylgja þeim gegnum fyrstu vikurnar í nýjum heimi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er tvennt sem mig lang­ar að nota tæki­færið til að benda hér sér­stak­lega á af því sem ég tel að sé mjög brýnt að við tök­umst á við fljót­lega,“ sagði Bryn­dís Har­alds­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í umræðum á Alþingi und­ir liðnum Störf þings­ins á fjórða tím­an­um í dag.

Ræddi Bryn­dís þar um mál­efni ný­kom­inna flótta­manna til Íslands og vísaði til þess hvernig staðið væri að þess­um mál­um í Dan­mörku og Nor­egi, en þangað hélt hóp­ur ís­lenskra þing­manna í lok sept­em­ber til að kynna sér vinnu­brögð þarlendra.

Sagði Bryn­dís að í téðum lönd­um biði flótta­fólks­ins fé­lags-, sál­fræði- og lækn­isþjón­usta við komu, auk hús­næðis og fleiri nauðþurfta. „Hér hjá okk­ur er ekki svo komið, held­ur eru bú­setu­úr­ræði Útlend­inga­stofn­un­ar og Vinnu­mála­stofn­un­ar mjög rýr,“ sagði Bryn­dís og kvað kerfið á Íslandi búa yfir mjög tak­mörkuðum leiðum til að koma til móts við þarf­ir flótta­fólks.

Fólk sem tali tungu­málið sé til staðar

Kallaði þingmaður­inn eft­ir úr­bót­um í þess­um efn­um og nefndi enn frem­ur skóla­mál sem dæmi. „Við sjá­um það og höf­um heyrt sög­ur af því úr sveit­ar­fé­lög­um, sem eru að taka á móti hve flestu flótta­fólki, að í skól­un­um birt­ast börn bara allt í einu og skól­arn­ir hafa ofboðslega fá og lít­il úrræði til að koma til móts við þarf­ir þess­ara barna,“ sagði Bryn­dís og kallaði eft­ir sér­tæku skóla­úr­ræði sem héldi utan um börn fyrstu vik­urn­ar, meðal ann­ars með því að aðstoðarfólk sem talaði tungu­mál barn­anna væri til staðar. Þar þyrfti ríkið að leggja fram fjár­magn þar sem fæst sveit­ar­fé­lög væru í stakk búin til að standa und­ir þeim auka­kostnaði sem þessu fylgdi.

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, tók þá til máls og ræddi opið bréf Eyþórs Víðis­son­ar, lög­gæslu- og ör­ygg­is­fræðings, til Alþing­is, sem birt­ist í Frétta­blaðinu í dag, en þar viðraði bréf­rit­ari áhyggj­ur sín­ar af fyrstu skotárás­inni hér á landi sem beind­ist að hópi fólks.

„Ég per­sónu­lega von­ast til að slík árás verði aldrei,“ sagði Björn Leví og tók und­ir þá skoðun Eyþórs að full­kom­lega óþarft væri að á land­inu fyr­ir­fynd­ist fjöldi hálf­sjálf­virkra og sjálf­virkra skot­vopna. Nefndi hann meðal ann­ars að vopna­lög gerðu ráð fyr­ir leyfi til handa söfn­ur­um til að flytja slík vopn inn og skoraði á þing­heim, eins og Eyþór í bréfi sínu, að gera breyt­ingu á vopna­lög­um og banna söfn­un skot­vopna.

Ómann­eskju­legt álag

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, tók til máls og ræddi um biðraðir í heil­brigðis­kerf­inu og það ófremd­ar­ástand sem þeim fylgdi. „Og staðan á heilsu­gæsl­un­um er þannig að ein­hverj­ar þeirra eru bein­lín­is hætt­ar að taka við tímapönt­un­um til lækn­is,“ sagði Jó­hann Páll sem benti auk þess á að álag á heil­brigðis­starfs­fólk væri ómann­eskju­legt og vísaði til ný­legr­ar könn­un­ar meðal hjúkr­un­ar­fræðinga þar sem fram kom að 70 pró­sent þeirra hefðu íhugað að snúa sér að öðrum störf­um.

Aug­lýsti þingmaður­inn eft­ir aðgerðum stjórn­valda í þess­um efn­um og sagði að í stað stór­átaks til að gera störf í heil­brigðisþjón­ustu eft­ir­sókn­ar­verð kæmi raun­veru­leg­ur vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar fram á fjár­lög­um þar sem ekk­ert blasti við nema niður­skurður til mála­flokks­ins.

Ingi­björg Isak­sen, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, tók til máls og kvað seint þreyt­ast á að stíga í pontu til að ræða orku­ör­yggi í land­inu sem væri þjóðarör­ygg­is­mál. „Við get­um ekki kennt veðrinu einu um þegar kem­ur að raf­magns­leysi. Staðreynd­in er sú að við þurf­um að byggja upp sterk­ara kerfi með fjöl­breytt­ari lausn­um,“ sagði Ingi­björg og benti á að starf­semi fyr­ir­tækja á lands­byggðinni ætti allt und­ir raf­magn­inu.

Ljón í vegi byggðalínu

Nægði þar að minna á að ný­lega hefði starf­semi ál­vers­ins á Reyðarf­irði verið í upp­námi vegna raf­magns­leys­is en þar á bæ færi ál­bráðin að harðna í kerj­un­um eft­ir fjór­ar klukku­stund­ir án raf­magns og stór­tjón þá á næsta leiti. Landsnet ynni nú til allra heilla að end­ur­nýj­un byggðalínu sem sann­ar­lega væri þarft verk.

„En bet­ur má ef duga skal enda mörg ljón enn í veg­in­um fyr­ir áfram­hald­andi end­ur­nýj­un byggðalín­unn­ar,“ sagði Ingi­björg og und­ir­strikaði að óboðlegt væri að fyr­ir­tæki með margra millj­arða fjár­fest­ing­ar byggju við óör­yggi í raf­orku­mál­um. Mestu skipti þó að upp­bygg­ing færi fram með þeim hætti að viðkvæmri nátt­úru lands­ins stæði sem minnst rösk­un af.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert