Erlendir sérfræðingar velkomnir

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkisstjórnin hyggst grípa til sérstakra aðgerða til þess að auðvelda fyrirtækjum hér á landi að ráða til sín sérfræðinga frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Þeir hafa ekki átt greiða leið til landsins og þess því dæmi að fyrirtækjum hafi reynst örðugt að ráða til sín sérhæft starfsfólk.

Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, lögðu í gær fram tillögur um það og voru fyrstu aðgerðirnar samþykktar úr ríkisstjórn.

„Við þurfum að spila sókn er kemur að samkeppni um hæft fólk,“ segir Áslaug Arna í samtali við Morgunblaðið.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert