Fangelsi landsins að fyllast

Páll Win­kel, fang­els­is­mála­stjóri, seg­ir í sam­tali við mbl.is að það sé rétt að met­fjöldi fanga sitji nú í fang­elsi.

Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag að fang­elsi lands­ins séu að fyll­ast af fólki sem er sett í gæslu­v­arðhald. Fjöld­inn er meira en tvö­fald­ur á við það sem ger­ist í venju­legu ár­ferði. Einnig kem­ur fram að aldrei hafi fleiri kon­ur verið í fang­els­um held­ur en nú. 

Mikið um er­lenda rík­is­borg­ara 

„Við þurf­um að nýta fang­els­in bet­ur og meira en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Það eru á þessu ýms­ar skýr­ing­ar. Það hafa komið upp nokkuð mörg stór mál und­an­farið og þar að auki eru ansi mörg mál, eins og hef­ur komið fram í frétt­um, sem varða inn­flutn­ing á fíkni­efn­um.

Þetta eru er­lend­ir ein­stak­ling­ar sem eru úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald. Það mun­ar tölu­vert um þetta. Þannig að staðan er sú í dag að við erum með rúm­lega tvisvar sinn­um fleiri gæslu­v­arðhalds­fanga held­ur en nokkru sinni áður, eða 47.

Þetta er gríðarleg­ur mun­ur og þetta eru ansi marg­ir ein­stak­ling­ar sem eru að koma með til­tölu­lega lítið magn af fíkni­efn­um inn­vort­is til lands­ins sem hafa verið úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald og í fram­hald­inu til afplán­un­ar,“ seg­ir Páll. 

Páll Winkel, fangelsismálastjóri.
Páll Win­kel, fang­els­is­mála­stjóri. mbl.is/Á​sdís Ásgeirs­dótt­ir

Hann seg­ir að von­andi sé þetta topp­ur núna og ekki ástand sem sé komið til að vera. „Það er al­veg ljóst að kerfið get­ur ekki tekið enda­laust við.“

Stýra ekki streymi gæslu­v­arðhalds­fanga

Hann seg­ir að þessi mikli fjöldi komi einnig niður á boðun til afplán­un­ar. „Við get­um ekki stýrt streymi gæslu­v­arðhalds­fanga í fang­els­inu, því þeir koma bara þegar lög­regla mæt­ir með þá. En þetta get­ur þýtt að við þurf­um að fresta afplán­un annarra sem hafa verið að bíða eft­ir afplán­un.

Fjölg­un hjá er­lend­um kon­um

Í frétt í dag kom einnig fram að met­fjöldi kvenna er núna í fang­els­um lands­ins, en þær voru 18 í síðustu viku. „Það sem skýr­ir helst fjölg­un kvenna í þessu til­viki eru er­lend­ar kon­ur sem eru að koma með fíkni­efni inn­vort­is til lands­ins og það hef­ur þótt ástæða til að úr­sk­urða þær í gæslu­v­arðhald vegna þessa og þær koma þá til okk­ar.

Litla-Hraun á Eyrarbakka.
Litla-Hraun á Eyr­ar­bakka. Morg­un­blaðið/​Sig­urður Bogi

Far­bann fram að dómi?

Þegar Páll er spurður um það hvort það þurfi jafn­vel að end­ur­skoða fang­els­un fyr­ir smærri brot ef öll fang­elsi séu full seg­ir hann erfitt fyr­ir hann að tjá sig um það.

„Hugs­an­lega er þó hægt að sjá fyr­ir sér að ein­hver hluti þessa hóps yrði sett­ur í far­bann í stað gæslu­v­arðhalds fram til þess tíma að dóm­ur er kveðinn upp. En ég segi það samt með öll­um fyr­ir­vör­um, því það er utan míns ábyrgðar- eða þekk­ing­ar­sviðs, en það er svona í fljótu bragði það eina sem ég sé að gæti leyst þetta tíma­bundið.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert