Lögreglan á Suðurnesjum hefur mátt sæta gríðarlegu álagi vegna verkefna sem tengjast Keflavíkurflugvelli að undanförnu.
Þar vega þungt flóttamannamál annars vegar og ólöglegur fíkniefnainnflutningur hins vegar.
Samkvæmt upplýsingum frá Úlfari Lúðvíkssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, sitja nítján í gæsluvarðhaldi sem stendur, þar af átján vegna innflutnings á ólöglegum fíkniefnum.
Þá segir Úlfar að það sem af er ári hafi 642 með vegabréf frá Venesúela sótt um alþjóðlega vernd hér á landi. „Margir hafa tengingu við Sýrland,“ segir hann og bætir við að auðvelt virðist að verða sér úti um slík vegabréf, lögleg skilríki.
Margir útlendingar komi hingað til lands fyrir milligöngu annarra og smygl á fólki eða mansal geti verið fylgifiskur slíkrar milligöngu.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.