Hægari vöxtur en reiknað var með

Mynd úr safni af Grímsvötnum.
Mynd úr safni af Grímsvötnum. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Rennslið úr Grím­svötn­um nálg­ast nú tæpa 300 rúm­metra á sek­úndu. Vöxt­ur­inn er hæg­ari en reiknað var með í upp­hafi.

Miðað við þessa þróun er lík­leg­ast að há­marks­rennsli út úr vötn­un­um verði seinnipart fimmtu­dags eða aðfaranótt föstu­dags, að því er Veður­stof­an grein­ir frá.

Reiknað er með að það taki hlaup­vatn um sól­ar­hring að renna und­ir Skeiðar­ár­jök­ul frá Grím­svötn­um og niður í far­veg Gígju­kvísl­ar við þjóðveg 1.

Áfram er reiknað með að há­marks­rennsli út úr vötn­un­um verði um 500 m3/​s. Lík­legt er að rennslið við brúna yfir Gígju­kvísl verði minna en út úr vötn­un­um sjálf­um vegna demp­un­ar hlauptopps­ins í lón­um fram­an við Skeiðar­ár­jök­ul.

Eng­in áhrif á mann­virki

Rennslið við brúna í þessu hlaupi mun því jafn­ast á við mikið sum­ar­rennsli og ekki hafa nein áhrif á mann­virki.

Lít­il sem eng­in skjálfta­virkni er í eld­stöðinni og eng­inn gosórói hef­ur mælst.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert