Heimilislausir héldu setuverkfall í gistiskýli

Mótmælin voru haldin í neyðaskýlinu á Grandagarði 1a.
Mótmælin voru haldin í neyðaskýlinu á Grandagarði 1a. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Viðmót, sam­tök um mannúðlega vímu­efna­stefnu á Íslandi, héldu setu­verk­fall í neyðaskýl­inu á Grandag­arði 1a, sem er úrræði fyr­ir heim­il­is­lausa karl­menn á veg­um Vel­ferðarsviðs Reykja­vík­ur­borg­ar, í dag.

Meðlim­ir Viðmóts yf­ir­gáfu ekki neyðar­skýlið klukk­an 10:00 í dag þegar úrræðið á að loka, en neyðar­skýl­in eru opin alla daga frá klukk­an 17:00 til klukk­an 10:00 næsta dag.

Vilja eins úrræði fyr­ir karla

Viðmót set­ur fram tvær kröf­ur til borg­ar­inn­ar. 

Í fyrsta lagi er þess kraf­ist að Reykja­vík­ur­borg taki ábyrgð á því að ekki sé starf­rækt dag­set­ur fyr­ir heim­il­is­lausa karl­menn á dag­inn og komi slíku á lagg­irn­ar strax, annað hvort sjálf eða í sam­starfi við aðra. Slíkt úrræði er í boði fyr­ir heim­il­is­laus­ar kon­ur. Nefn­ist það Skjólið og er rekið af Hjálp­ar­starfi kirkj­unn­ar.

Þá er í öðru lagi farið fram á það að öll neyðar­skýli Reykja­vík­ur­borg­ar loki ekki yfir dag­inn sé spáð gulri viðvör­un eða hærra.

Snýst um ör­yggi og heilsu­far

Í til­kynn­ingu frá Viðmót­um seg­ir að aðsókn í neyðar­skýli hafi auk­ist gríðarlega á þessu ári og oft hafi þau verið yf­ir­full. Þá er bent á að þar sem að neyðskýl­in séu lokuð á dag­inn þurfa þeir sem reiði sig á neyðar­skýl­in að brúa af bilið á hverj­um degi frá kl 10:00 til 17:00, í allskon­ar veðri og heilsu­fars­ástandi.

„Það er að koma vet­ur og það er ekki í lagi að þegar að veðrið er svo slæmt að skól­ar á höfuðborg­ar­svæðinu skikka for­sjáraðila til að sækja börn­in sín að þá séu öll neyðar­skýl­in lokuð og að heim­il­is­laus­ir karl­menn hafi ekk­ert aðset­ur yfir dag­inn.

Þetta er mann­rétt­inda­mál og snýst um ör­yggi og heilsu­far okk­ar, við verðum að hafa sam­astað yfir dag­inn, þar sem er þurrt og hlýtt ásamt því að hafa aðgang að sal­ern­is- og hrein­lætisaðstöðu. Við vilj­um að þetta vanda­mál verði leyst sem fyrst og get­um ekki sætt okk­ur við enn einn vet­ur­inn í viðbót af óbreyttu ástandi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Viðmót­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert