Hlaup hafið og gæti náð hámarki á morgun

Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Hlaup er yf­ir­stand­andi und­ir Grím­svötn­um en ekki er bú­ist við því að það komi fram und­an jökl­in­um fyrr en seinnipart­inn á morg­un eða aðfaranótt föstu­dags þegar það nái há­marki.

Að sögn Ein­ars Hjör­leifs­son­ar, nátt­úru­vár­sér­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, var þetta niðurstaða fund­ar vís­inda­manna Veður­stof­unn­ar og Há­skóla Íslands í morg­un.

Lengri tíma að finna sér far­veg

Ein­ar seg­ir hlaupið ekki vera næst­um því jafn­stórt og flæddi í des­em­ber í fyrra og get­ur það því tekið lengri tíma að finna sér far­veg und­ir jökl­in­um.

GPS-mæl­ir Veður­stof­unn­ar í Gríms­fjalli hef­ur lækkað um sjö metra en ís­hell­an sjálf hef­ur lækkað meira þar sem mæl­ir­inn er ekki í miðri bung­unni.

Flug­litakóðinn yfir Grím­svötn­um verður áfram gul­ur á meðan þessi staða er uppi. „Við sjá­um eng­ar breyt­ing­ar á jarðskjálfta­virkni eða jarðvirkni á svæðinu eins og er en við vökt­um þetta náið,“ seg­ir Ein­ar og bæt­ir við aðspurður að ekki sé hægt að úti­loka gos.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert