Greina má megna óánægju með áform um nýtt varaflugvallagjald og hækkun áfengis- og tóbaksgjalds í fríhöfnum í umsögnum um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Icelandair og Isavia gera ýmsar athugasemdir við þessa þætti frumvarpsins.
„Verði farin sú leið að leggja á sérstakt varaflugvallagjald vegna allra flugferða til og frá Íslandi er ljóst að slík gjaldtaka hefði veruleg neikvæð áhrif á Icelandair og aðra íslenska flugrekendur. Gjaldið myndi skaða samkeppnishæfni þeirra á markaði fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku,“ segir í umsögn Icelandair og því bætt við að líkur séu á því að slík gjaldtaka samræmist ekki regluverki EES um gjaldtöku á flugvöllum. Svipaður tónn er sleginn í umsögn Isavia.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.