This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Ég skil bara ekki enn þá af hverju það er ekki jafnt áhorfendahlutfall á bæði karla- og kvennaliðin. Mér er það algjörlega óskiljanlegt,“ segir Anna Þorsteinsdóttir forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, sem furðar sig á því hvers vegna áhorfendabekkirnir fyllast trekk í trekk þegar karlalið Breiðabliks í fótbolta spilar leik á meðan að kvennaliðið leikur oft fyrir hálftómri stúku.
Anna, Ingunn Haraldsdóttir og Hulda Mýrdal Gunnarsdóttir voru gestir í nýjasta þætti Dagmála sem kom út í gær þar sem kvennaknattspyrna var í brennideplinum.
Anna telur ástandið óásættanlegt og kallar meðal annars eftir því að foreldrar verði duglegri að mæta á leiki hjá karla- og kvennaliðinu til að kynna börnin sín fyrir báðum liðum.
„Nú spyr ég bara foreldra, af hverju mætið þið ekki á karla- og kvennaliðin,“ segir Anna.
„Erum við ekki þar bara almennt í jafnréttinu að það sé alveg jafn mikilvægt að mæta á karlaleikinn hjá félagsliðinu þínu eins og kvennaleikinn? Þetta virðist bara ekki vera viðhorfið sem er hjá öllum foreldrum og kalla ég bara á að þið hugsið aðeins út í þetta,“ bætir hún við.