„Mér er það algjörlega óskiljanlegt“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Ég skil bara ekki enn þá af hverju það er ekki jafnt áhorf­enda­hlut­fall á bæði karla- og kvennaliðin. Mér er það al­gjör­lega óskilj­an­legt,“ seg­ir Anna Þor­steins­dótt­ir for­seti Hags­muna­sam­taka knatt­spyrnu­kvenna, sem furðar sig á því hvers vegna áhorf­enda­bekk­irn­ir fyll­ast trekk í trekk þegar karlalið Breiðabliks í fót­bolta spil­ar leik á meðan að kvennaliðið leik­ur oft fyr­ir hálf­tómri stúku.

    Anna, Ing­unn Har­alds­dótt­ir og Hulda Mýr­dal Gunn­ars­dótt­ir voru gest­ir í nýj­asta þætti Dag­mála sem kom út í gær þar sem kvennaknatt­spyrna var í brenni­depl­in­um.

    „Þetta virðist bara ekki vera viðhorfið“

    Anna tel­ur ástandið óá­sætt­an­legt og kall­ar meðal ann­ars eft­ir því að for­eldr­ar verði dug­legri að mæta á leiki hjá karla- og kvennaliðinu til að kynna börn­in sín fyr­ir báðum liðum.

    „Nú spyr ég bara for­eldra, af hverju mætið þið ekki á karla- og kvennaliðin,“ seg­ir Anna.

    „Erum við ekki þar bara al­mennt í jafn­rétt­inu að það sé al­veg jafn mik­il­vægt að mæta á karla­leik­inn hjá fé­lagsliðinu þínu eins og kvenna­leik­inn? Þetta virðist bara ekki vera viðhorfið sem er hjá öll­um for­eldr­um og kalla ég bara á að þið hugsið aðeins út í þetta,“ bæt­ir hún við.

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert