Ótti yfir því að hafa ekki fengið öll embættin

Ástþór Jón Ragnheiðarson.
Ástþór Jón Ragnheiðarson. Ljósmynd/ASÍ

Ástþór Jón Ragn­heiðar­son, formaður ASÍ-UNG, tel­ur að verka­lýðsfor­ingjarn­ir Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir og Vil­hjálm­ur Birg­is­son hafi dregið fram­boð sín til baka á þingi ASÍ í gær vegna þess að þau hafi ekki verið með meiri­hluta í öll embætt­in.

„Ég held að það liggi svo­lítið ljóst fyr­ir vegna þess að ég vil meina að það sé óein­ing í VR út af því hvernig þess­um mál­um er háttað,“ seg­ir Ástþór Jón og bæt­ir við að VR hafi fundað í gær vegna stöðu mála. 

„Við sjá­um það kannski best á því að á þing­inu núna er ennþá stór hluti af þing­full­trú­um VR. Ég held að þetta snú­ist um ótta yfir því að hafa ekki fengið öll embætt­in,“ seg­ir hann, en blaðamaður ræddi við Ástþór Jón skömmu áður en þingi ASÍ var frestað. 

„Ef við tök­um töl­urn­ar þá hafi þessi fé­lög öll vissu­lega verið með meiri­hluta þing­full­trúa en það er nú bara þannig að VR er ekki Ragn­ar Þór, Efl­ing er ekki Sól­veig Anna og VFLA [Verka­lýðsfé­lag Akra­ness] er ekki Vil­hjálm­ur,“ grein­ir hann frá og tek­ur fram að full­trú­ar Efl­ing­ar hafi einnig verið á þing­inu þrátt fyr­ir brott­hvarf Sól­veig­ar Önnu í gær.

„Fólk er með mis­mun­andi skoðanir.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert