„Rétt­asta niðurstaðan á þess­um tíma­punkti“

Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ.
Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son, for­seti Alþýðusam­bands Íslands, seg­ir það hafa verið rétta ákvörðun að fresta þing­inu fram á næsta ár enda hafi aðstæðurn­ar sem upp voru komn­ar verið „for­dæma­laus­ar“. Þá kveðst hann ekki hafa tekið ákvörðun um hvernig hann muni haga fram­boði sínu en eins og stend­ur býður hann sig fram til fyrsta vara­for­seta ASÍ.

Þá seg­ir hann ómögu­legt að segja til um hvort að betri samstaða ná­ist fyr­ir kom­andi þing en það sé auðvitað mark­miðið.

„Ég held að þetta hafi verið rétt­asta niðurstaðan á þess­um tíma­punkti við þess­ar aðstæður. Ég tel að við hefðum illa geta gert eitt­hvað annað,“ seg­ir Kristján Þórður í sam­tali við mbl.is.

„Mark­miðið er að reyna halda hópn­um sam­an og þétta raðirn­ar upp á nýtt. Maður bind­ur von­ir við það tak­ist,“ bæt­ir hann við.

Ekki sjálf­gefið

Er raun­hæft að það ná­ist sátt inn­an ASÍ?

„Það er ekk­ert sjálf­gefið í því. Við þurf­um að leggja orku í þetta sam­tal. Við þurf­um að taka okk­ur tíma í þessa vinnu og það er bara það sem við þurf­um að gera.“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formaður VR, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formaður Efl­ing­ar og Vil­hjálm­ur Birg­is­son formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness gengu út af þingi ASÍ í gær og drógu jafn­framt fram­boð sín til miðstjórn­ar ASÍ til baka.

Meiri­hlut­inn greiddi at­kvæði með til­lög­unni

Flest­ir þing­full­trú­ar VR og Efl­ing­ar gengu jafn­framt út og var óvíst hversu marg­ir myndu mæta í dag. Þá var ekki ör­yggt að meiri­hluti þing­full­trúa yrði viðstadd­ur.

Að sögn Kristjáns voru um 200 af 300 þing­full­trú­um ASÍ viðstadd­ir. Þá var til­lag­an um að fresta þing­inu samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta at­kvæða. 

„Það var mik­ill stuðning­ur við þessa til­lögu.“

Til­kynn­ing verður send út í lok apríl á næsta ári þar sem fram munu koma frek­ari upp­lýs­ing­ur varðandi þingið.

Ger­ir ekki ráð fyr­ir að segja sig frá for­mann­sembætt­inu

Að öllu óbreyttu mun Kristján áfram skipa embætti for­seta ASÍ fram að næsta þingi. Spurður hvort hann muni segja sig frá for­mann­sembætti Rafiðnaðarsam­bands Íslands fyr­ir kom­andi kjaraviðræður, kveðst hann ekki gera ráð fyr­ir því.

„Við þurf­um ein­hvern veg­inn að spila þetta sam­an eins og við höf­um verið að gera að und­an­förnu. Þetta er auðvitað for­dæma­laus­ar aðstæður sem við þurf­um að vinna með.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert