Segir atburðarásina „hannaða“ fyrir þingið

„Það var þeirra ákvörðun að labba út, það var enginn …
„Það var þeirra ákvörðun að labba út, það var enginn sem bað þau um það,“ segir Halldóra í samtali við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hall­dóra Sig­ríður Sveins­dótt­ir, formaður stétt­ar­fé­lags­ins Bár­unn­ar, tel­ur at­b­urðarás gær­dags­ins hafa verið „hannaða“ fyr­ir Alþýðusam­bandsþingið og seg­ir hún uppá­kom­una ekki hafa komið á óvart. Þar vís­ar hún til þess þegar for­menn þriggja verka­lýðsfé­laga drógu fram­boð sín til miðstjórn­ar ASÍ til baka. 

Sjálf hefði hún kosið að klára þing ASÍ í dag og greiddi hún at­kvæði í sam­ræmi við það.

„Það var þeirra ákvörðun að ganga út, það var eng­inn sem bað þau um það. Að ein­hver sátt ná­ist, það er ósk­andi og ég vona það. Alþýðusam­bandið er stærra en per­són­urn­ar í sam­band­inu og við vilj­um alls ekki að Alþýðusam­bandið gliðni í sund­ur en þetta eru samt kunn­ug­leg­ar aðferðir hjá þeim – að vera alltaf með þrýst­ing að þeirra sjón­ar­mið nái fram að ganga. Þetta var hannað, tel ég, fyr­ir þingið, þessi at­b­urðarás. Þannig að þetta kem­ur ekk­ert á óvart.“

„Við erum ekki vön að ganga á dyr“

For­menn­irn­ir sem um ræðir eru þau Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness. Hafði Ragn­ar þó gefið kost á sér í embætti for­seta en Sól­veig og Vil­hjálm­ur í embætti 2. og 3. vara­for­seta.

Spurð hvort hún telji mögu­legt að það verði meiri sátt inn­an ASÍ, gangi VR, Efl­ing og VLFA úr sam­band­inu, seg­ir Hall­dóra ómögu­legt að segja til um það.

„Það verða alltaf ein­hverj­ar per­són­ur og leik­end­ur sem eru ósátt­ir, og við erum ekk­ert alltaf sam­mála. En við erum ekki vön að ganga á dyr þó við séum ósam­mála. Ég veit ekki hvort það verði sátt eða ekki sátt. Það verður nátt­úr­lega alltaf ein­hver undir­alda. En við sjá­um hvað set­ur. Fólk er til­búið að reyna að setj­ast niður og sætta málið.“

Færsla Ragn­ars „fyr­ir­slátt­ur“

Ragn­ar Þór birti færslu á Face­book í gær, þar sem hann út­skýrði ákvörðun sína um að draga fram­boðið til baka. Þar sagði hann síðustu daga og vik­ur fyr­ir þingið hafa lit­ast af ótrú­lega ósmekk­legri orðræðu og árás­um á hans per­sónu.

Ég var ít­rekað kallaður valda­sjúk­ur of­beld­ismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfs­fólki ASÍ kæm­ist ég til valda,“ skrifaði Ragn­ar.

Hall­dóra hef­ur verið óhrædd við að gagn­rýna fram­boð Ragn­ars og má því ætla að orð hans hafi m.a. beinst að henni.

„Þetta er bara ein­hver fyr­ir­slátt­ur. Þeir nota hana sem tylli­á­stæðu og ég hef svo sem enga skoðun á því,“ seg­ir Hall­dóra og bæt­ir við: „Þetta fólk studdi hópupp­sagn­ir Efl­ing­ar og það var farið að tala um að segja upp starfs­fólki ASÍ og hreinsa allt út þannig að ég bara sá mér ekki annað fært en að verja starfs­fólk. Það er það sem ég geri, ég ver fé­lags­menn. Það er okk­ar hlut­verk.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert