Sex verði veittur ríkisborgararéttur

Lagt er til að sex hljóti íslenskan ríkisborgararétt.
Lagt er til að sex hljóti íslenskan ríkisborgararétt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis leggur til að sex umsækjendur fái íslenskan ríkisborgararétt. Alls bárust 75 umsóknir um ríkisborgararétt á vorþingi og í þinghléi 152. löggjafarþings.

Þetta kemur fram í þingsályktunartillögu allsherjar- og menntamálanefndar sem dreift var á Alþingi rétt í þessu.

Býst við afgreiðslu á morgun

Bryndís Haraldsdóttir, formaður nefndarinnar, segist í samtali við mbl.is búast við að tillagan hljóti afgreiðslu á morgun.

Á vorþingi bárust allsherjar- og menntamálanefnd einungis gögn vegna 30 umsókna og lagði nefndin þá til að tólf yrði veittur ríkisborgararéttur. 

Var því afgreiðslu hluta umsókna frestað fram á haust þar eð gögn höfðu ekki borist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert