Skúrir fyrir vestan en þurrt eystra

Spákortið klukkan 12 í dag.
Spákortið klukkan 12 í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð suðvestan 3-10 metrum á sekúndu. Skúrir verða á vesturhelmingi landsins, en yfirleitt þurrt og bjart eystra. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.

Á morgun verður hæg austlæg- eða breytileg átt, en norðaustan 5-10 m/s undir kvöld, síst norðaustan til. Dálitlar skúrir eða él verða fyrir norðan og austan, en léttir til um landið suðvestanvert. Kólnar smám saman.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert