Starfsstyrkir Hagþenkis 2022

Alls bárust 54 umsóknir til 46 verkefna og af þeim …
Alls bárust 54 umsóknir til 46 verkefna og af þeim hljóta 30 verkefni styrk. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsstyrkjum Hagþenkis – félags höfunda fræðirita og kennslugagna til ritstarfa hefur verið úthlutað. Tilkynnt var um úthlutanir í Borgarbókasafninu í Grófinni fyrir stundu. Til úthlutunar voru 18 milljónir króna.

Alls bárust 54 umsóknir til 46 verkefna og af þeim hljóta 30 verkefni styrk, en að þeim standa 35 höfundar. Í úthlutunarráðinu fyrir starfsstyrki voru eftirfarandi félagsmenn Hagþenkis: Eggert Lárusson, Hilma Gunnarsdóttir og Jóhannes. B. Sigtryggsson.

Þrjú verkefni hlutu hæsta styrk eða 900.000 krónur, eitt 800.000 krónur, sex 700.000 krónur og níu 600.000 krónur. Aðrir styrkir voru á bilinu 200-500 þúsund krónur. 

Heildarlisti þeirra verkefna sem fengu styrk í stafrófsröð höfunda:

  • Bragi Halldórsson, Elín Gunnlaugsdóttir, Guðrún Laufey Guðmundsdóttir, Jón Torfason, Karl Sigurbjörnsson og Kristján Eiríksson fyrir Sálmabækur 16. aldar – 900.000 kr.
  • Arnþór Gunnarsson fyrir Ferðamannalandið Ísland. Erlendir ferðamenn og ferðamennska 1919-1939 – 600.000 kr.
  • Arthúr Björgvin Bollason fyrir Náttúrusýn í ljóðum þriggja skálda – 500.000 kr.
  • Axel Kristinsson fyrir Skapandi ættfræði – 500.000 kr.
  • Árni Daníel Júlíusson fyrir A new look at climate and Agriculture in 15th Century Iceland – 400.000 kr.
  • Ásdís Jóelsdóttir fyrir Orðasafn og skýringar fyrir í fatagerð og fatasaum – 500.000 kr.
  • Ásmundur G. Vilhjálmsson fyrir Skattur á menn– 500.000 kr.
  • Birgir Hermannsson fyrir Íslensk málstefna – 500.000 kr.
  • Bjarki Bjarnason fyrir Tónlist á Íslandi – frá torfbæjum til tölvualdar – 600.000 kr.
  • Björg Hjartardóttir fyrir Róttæk Freyja í Vesturheimi (1898–1910) – 700.000 kr.
  • Erla Dóris Halldórsdóttir fyrir Berklar á Íslandi – 700.000 kr.
  • Guðfinna Eydal og Anna Ingólfsdóttir fyrir Makamissi – 600.000 kr.
  • Gunnar Þorri Pétursson fyrir Bakhtínski búmm: Um ris og fall Míkhaíls Bakhtíns í fræðilegri umræðu á Íslandi – 900.000 kr.
  • Gylfi Gunnlaugsson fyrir Íslensk fornrit og þverþjóðlegar sjálfsmyndir – 700.000 kr.
  • Halldór Hauksson fyrir Fjórradda sálmalagaútsetningar Bachs með íslenskum söngtexta – 400.000 kr.
  • Helgi Máni Sigurðsson fyrir Fornbátar á Íslandi – 600.000 kr.
  • Ivana Golanova fyrir Listland – 200.000 kr.
  • Jakob Þór Kristjánsson fyrir Ísland 1939–1944 í ljósi danskra heimilda – 600.000 kr.
  • Jón Hjaltason fyrir Austurvöllur – 600.000 kr.
  • Linda Ólafsdóttir fyrir Ég þori! Ég get! Ég vil! – 600.000 kr.
  • Marín Árnadóttir fyrir Ofbeldi gegn lítilmögnum í íslenskri menningu fyrri alda – 900.000 kr.
  • Rannveig Lund fyrir Sagan um Víólu, Sæsa og illskeyttu nornina Elvíru. Stafræn útg. – 400.000 kr.
  • Sigrún Alba Sigurðardóttir fyrir Anna Schiöth og Engel Jensen – 600.000 kr.
  • Sigrún Pálsdóttir fyrir Ég skrifa. Yfirlýsingar í vestrænni bókmenntasögu – 800.000 kr.
  • Sólrún Harðardóttir fyrir Ó, Reykjavík, vefur um náttúru Reykjavíkur fyrir grunnskólanemendur – 700.000 kr.
  • Sæunn Kjartansdóttir fyrir Gáfaða dýrið – 700.000 kr.
  • Sævar Helgi Bragason fyrir Úps! Mistök, klúður og óvæntar uppgötvanir sem breyttu heiminum – 500.000 kr.
  • Tinna Guðmundsdóttir fyrir Skaftfell – ræktun myndlistar á jaðarsvæði – 700.000 kr.
  • Þórir Óskarsson fyrir Tvær greinar um Grím Thomsen – 500.000 kr.
  • Þórunn Elín Valdimarsdóttir fyrir Íslensk fyndni. Rannsókn á smáritum Gunnars Sigurðssonar – 600.000 kr.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert