Telja ekki um tilraun til manndráps að ræða

Ásamt því að vera dæmdur í fjögurra ára fangelsi er …
Ásamt því að vera dæmdur í fjögurra ára fangelsi er ákærða einnig gert að greiða brotaþola 3.000.000 króna í miskabætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstiréttur hefur dæmt karlmann í fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás gegn eiginkonu sinni. Rétturinn mildaði dóm Landsréttar, en þar hafði karlmaðurinn verið sakfelldur fyrir tilraun til manndráps vegna líkamsárásarinnar og dæmdur í sex ára fangelsi. Héraðsdómur hafði áður sýknað manninn af ákæruliðnum sem snéri að tilraun til manndráps.

Samkvæmt skýrslu sem brotaþoli veitti lögreglu stappaði ákærði ítrekað ofan á henni með þeim afleiðingum að hún hlaut alvarlega áverka. 

Ásetningur ekki sannaður

Í dómi Hæstaréttar er rakið að í málinu liggi ekki fyrir játning um ásetning til manndráps. Einnig er vísað til þess að árás með skotvopni eða hníf sem beinist að viðkvæmum stöðum á líkama svo sem höfði, hálsi, brjóstkassa og kviði hafi oftar leitt til þess að ásetningur teljist sannaður þegar ákært hefur verið fyrir tilraun til manndráps en þegar um aðrar verknaðaraðferðir hefur verið að ræða.

Þá vísaði rétturinn til þess að í þeim dómum sem Landsréttur skírskotaði sérstaklega til í niðurstöðu sinni hefði slíkum vopnum og verknaðaraðferðum verið beitt en svo háttaði ekki til í þessu máli þótt lagt væri til grundvallar að árásin hefði verið ofsafengin og beinst að viðkvæmum líkamshlutum. Þá yrðu heldur ekki dregnar haldbærar ályktanir um ásetning ákærða um manndráp af háttalagi hans daginn og nóttina fyrir árásina eða í framhaldi af henni. 

Komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að varhugavert væri að telja framkomna fulla sönnun þess að ákærði hefði á verknaðarstundu haft ásetning til að bana brotaþola, heldur yrði að miða við að um hefði verið að ræða stórfellt gáleysi ákærða til afleiðinga verknaðarins. 

Lesa má dóminn HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert