Telja ekki um tilraun til manndráps að ræða

Ásamt því að vera dæmdur í fjögurra ára fangelsi er …
Ásamt því að vera dæmdur í fjögurra ára fangelsi er ákærða einnig gert að greiða brotaþola 3.000.000 króna í miskabætur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hæstirétt­ur hef­ur dæmt karl­mann í fjög­urra ára fang­elsi fyr­ir lík­ams­árás gegn eig­in­konu sinni. Rétt­ur­inn mildaði dóm Lands­rétt­ar, en þar hafði karl­maður­inn verið sak­felld­ur fyr­ir til­raun til mann­dráps vegna lík­ams­árás­ar­inn­ar og dæmd­ur í sex ára fang­elsi. Héraðsdóm­ur hafði áður sýknað mann­inn af ákæru­liðnum sem snéri að til­raun til mann­dráps.

Sam­kvæmt skýrslu sem brotaþoli veitti lög­reglu stappaði ákærði ít­rekað ofan á henni með þeim af­leiðing­um að hún hlaut al­var­lega áverka. 

Ásetn­ing­ur ekki sannaður

Í dómi Hæsta­rétt­ar er rakið að í mál­inu liggi ekki fyr­ir játn­ing um ásetn­ing til mann­dráps. Einnig er vísað til þess að árás með skot­vopni eða hníf sem bein­ist að viðkvæm­um stöðum á lík­ama svo sem höfði, hálsi, brjóst­kassa og kviði hafi oft­ar leitt til þess að ásetn­ing­ur telj­ist sannaður þegar ákært hef­ur verið fyr­ir til­raun til mann­dráps en þegar um aðrar verknaðaraðferðir hef­ur verið að ræða.

Þá vísaði rétt­ur­inn til þess að í þeim dóm­um sem Lands­rétt­ur skír­skotaði sér­stak­lega til í niður­stöðu sinni hefði slík­um vopn­um og verknaðaraðferðum verið beitt en svo háttaði ekki til í þessu máli þótt lagt væri til grund­vall­ar að árás­in hefði verið ofsa­feng­in og beinst að viðkvæm­um lík­ams­hlut­um. Þá yrðu held­ur ekki dregn­ar hald­bær­ar álykt­an­ir um ásetn­ing ákærða um mann­dráp af hátta­lagi hans dag­inn og nótt­ina fyr­ir árás­ina eða í fram­haldi af henni. 

Komst Hæstirétt­ur að þeirri niður­stöðu að var­huga­vert væri að telja fram­komna fulla sönn­un þess að ákærði hefði á verknaðar­stundu haft ásetn­ing til að bana brotaþola, held­ur yrði að miða við að um hefði verið að ræða stór­fellt gá­leysi ákærða til af­leiðinga verknaðar­ins. 

Lesa má dóm­inn HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert