Þingi ASÍ frestað

Frá þinginu í morgun.
Frá þinginu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þingi Alþýðusambands Íslands hefur verið frestað. Þingfulltrúar greiddu atkvæði um tillögu þess efnis í morgun.

Tilkynning um hvenær nýtt þing verði boðað verður send út í lok apríl á næsta ári.

Þingið, sem hef­ur verið í upp­námi eft­ir uppá­komu gær­dags­ins, hófst klukk­an tíu en sam­kvæmt dag­skrá átti stjórn­ar­kjör að fara fram eft­ir há­degi.

Í gær greindu Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, frá því að þau væru búin að draga fram­boð sín í miðstjórn ASÍ til baka.

For­menn VR og Efl­ing­ar gengu af þing­inu í gær ásamt flest­um þing­full­trú­um fé­lag­anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert