Einar Sveinbjörsson, veðurfræðingur Vegagerðarinnar, segir að búast megi við hálku á Suðvesturlandi í nótt og í fyrramálið.
Fram kemur í tilkynningu að í kjölfar rigningarbakka í kvöld, létti til eftir miðnætti sunnan- og vestanlands með hægum vindi.
„Við þær aðstæður eru þó nokkrar líkur á ísingu og hálku seint í nótt og í fyrramálið á vegum, götum og gangstéttum. Á líka við um höfuðborgarsvæðið og Suðurnes.“