Þó nokkrar líkur á ísingu og hálku

Það má búast við hálku í nótt og í fyrramálið.
Það má búast við hálku í nótt og í fyrramálið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ein­ar Svein­björs­son, veður­fræðing­ur Vega­gerðar­inn­ar, seg­ir að bú­ast megi við hálku á Suðvest­ur­landi í nótt og í fyrra­málið. 

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að í kjöl­far rign­ing­ar­bakka í kvöld, létti til eft­ir miðnætti sunn­an- og vest­an­lands með hæg­um vindi.

„Við þær aðstæður eru þó nokkr­ar lík­ur á ís­ingu og hálku seint í nótt og í fyrra­málið á veg­um, göt­um og gang­stétt­um. Á líka við um höfuðborg­ar­svæðið og Suður­nes.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert