Vantar 2,2 milljarða fyrir ný lyf

Landspítalinn í Fossvogi.
Landspítalinn í Fossvogi. mbl.is/Sigurður Bogi

Lyfjanefnd Landspítala mun ekki hafa svigrúm til þess að taka ný lyf í notkun á árinu 2023 og fjárveitingar munu vart nægja til að viðhalda í öllum tilvikum lyfjameðferð sem þegar er hafin. Það stefnir í að spítalann vanti um 2,2 milljarða króna til þess að geta sinnt málaflokknum sem skyldi.

Þetta kemur fram í umsögn forstjóra Landspítala, Runólfs Pálssonar, um frumvarp til laga um fjárlög.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi er fjárveiting ársins 2023 11.950,6 m.kr. en skv. umsögninni er áætlað að heildarkostnaður leyfisskyldra lyfja verði 14.111,0 m.kr. á árinu 2023. Því stefnir að óbreyttu í 2.160,4 m.kr. fjárvöntun á árinu 2023.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert