Vinningurinn fimmfaldaðist

Einn miðaeig­andi vann hæsta vinn­ing í aðal­út­drætti Happ­drætt­is Há­skóla Íslands og hreppti hann fimm millj­ón­ir króna þegar dregið var í gær­kvöldi.

Ann­ar miðaeig­andi fékk 500 þúsund króna vinn­ing, en þar sem hann er með tromp­miða fimm­faldaðist vinn­ing­ur­inn og fékk hann því 2,5 millj­ón­ir króna í sinn hlut, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Fjöldi annarra miðaeig­enda hafði einnig heppn­ina með sér og ber þar helst að nefna átta sem fengu eina millj­ón króna hver og 15 sem fengu hálfa millj­ón króna hver.

Millj­óna­velt­an gekk ekki út að þessu sinni og verða því 20 millj­ón­ir í pott­in­um í  nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert