Einn miðaeigandi vann hæsta vinning í aðalútdrætti Happdrættis Háskóla Íslands og hreppti hann fimm milljónir króna þegar dregið var í gærkvöldi.
Annar miðaeigandi fékk 500 þúsund króna vinning, en þar sem hann er með trompmiða fimmfaldaðist vinningurinn og fékk hann því 2,5 milljónir króna í sinn hlut, að því er segir í tilkynningu.
Fjöldi annarra miðaeigenda hafði einnig heppnina með sér og ber þar helst að nefna átta sem fengu eina milljón króna hver og 15 sem fengu hálfa milljón króna hver.
Milljónaveltan gekk ekki út að þessu sinni og verða því 20 milljónir í pottinum í nóvember.