Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 varð um 28 km austsuðaustur af Grímsey skömmu fyrir klukkan eitt í nótt.
Veðurstofunni hefur borist tilkynning um að skjálftinn hafi fundist. Nokkrir aðrir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, en jarðskjálftar eru algengir á svæðinu.
Fram kemur á vef Veðurstofunnar að áður hafði skjálfti, 3,3 að stærð, orðið tæpum 20 km austsuðaustur af Grímsey, eða last fyrir klukkan 20 í gærkvöldi.
Einnig kemur fram á síðunni að 3,8 stiga skjálfti hafi orðið á sama svæði á tíunda tímanum í gærkvöldi en þær tölur eru óyfirfarnar.