Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis heldur opinn fund í dag klukkan 8:30-10, en fundarefnið er markmið í loftlagsmálum. Meðal gesta verða formenn loftlagsráðs, Landverndar og Náttúruverndarsamtaka Íslands, auk forseta ungra umhverfissina. Að lokum mun ráðherra umhverfis-, orku og loftlagsmála mæta ásamt aðstoðarfólki.
Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi hér að neðan og er full dagskrá eftirfarandi:
Kl. 8:30 Frá Loftslagsráði Halldór Þorgeirsson formaður.
Kl. 9:00 Frá Landvernd Tryggvi Felixson formaður, frá Náttúruverndarsamtökum Íslands Árni Finnsson formaður stjórnar og frá Ungum umhverfissinnum Tinna Hallgrímsdóttir forseti.
Kl. 9:30 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Unnur Brá Konráðsdóttir aðstoðarmaður ráðherra, Halla Sigrún Sigurðardóttir skrifstofustjóri á skrifstofu loftlagsmála og Helga Bárðadóttir sérfræðingur á skrifstofu loftlagsmála