Tveir erlendir gestir, meðal annars yfirmaður hjá Airbus, umhverfis- og orkumálaráðherra og fleiri sem koma að flugrekstri hér á landi munu nú klukkan 8:30 til 10:00 ræða um stöðu orkuskipta í flugi, bæði á alþjóðavísu sem og möguleika og vegferð hér á landi. Er þetta allt hluti af morgunfundi á vegum Icelandair, Isavia, Landsvirkjunar og Samtaka ferðaþjónustunnar, en fundurinn er hluti af dagskrá Arctic circle.
Fundurinn ber yfirskriftina, Orkuskipti í flugi - tækifæri fyrir Ísland og fer fram á Marriot Reykjavik Edition. Einnig er hægt að fylgjast með fundinum í streymi, en dagskrá fundarins má finna hér að neðan.
Dagskrá:
Ávarp
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra
Sjálfbærnivegferð Airbus
Thomas Burger, Environment and Sustainability Marketing Director Airbus
Vetnisknúið innanlandsflug fyrir 2025
Rod Williams, Chief Commercial Officer Universal Hydrogen
Erum við tilbúin fyrir rafmagnaða framtíð á innanlandsflugvöllum?
Sigrun Jakobsdottir, framkvæmdastjóri Isavia innanlandsflugvalla
Raforka og grænt vetni – lykill að orkuskiptum í flugi á Íslandi
Haraldur Hallgrímsson, forstöðumaður viðskiptaþróunar
Leiðin að kolefnishlutleysi – tækifæri Íslands
Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri rektrar Icelandair
Pallborðsumræður um orkuskipti í innanlandsflugi
Fundarstjóri: Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og sjálfbærni hjá Icelandair og stjórnarmaður hjá SAF
Icelandair, Isavia, Landsvirkjun og Samtök ferðaþjónustunnar