Ökumaður komst í hann krappann þegar að hann missti stjórn bifreið sinni með þeim afleiðingum að framendi bílsins hafnaði í Tjörninni í miðbæ Reykjavíkur.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu urðu engin slys á fólki og var bifreiðin lítið skemmd. Þá var engin mengun í Tjörninni vegna óhappsins.
Mikil hálka hefur verið á höfuðborgarsvæðinu í morgun og þurfa ökumenn og gangandi vegfarendur að hafa varann á.
Uppfært kl. 09.56
Bifreiðin var hífð upp úr Tjörninni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.