Bjartviðri nokkuð víða

Spáin á hádegi í dag.
Spáin á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Spáð er hægri austlægri eða breytilegri átt í dag og bjart verður nokkuð víða, en dálitlar skúrir eða él verða við norður- og austurströndina.

Hiti verður á bilinu 1 til 7 stig, mildast syðst.

Norðaustan 5-13 m/s verða á morgun en heldur hvassari vindur norðvestan- og suðaustantil. Él eða slydduél verða á norðanverðu landinu en léttskýjað sunnanlands. Hiti verður um eða yfir frostmarki en allt að 6 stigum við suðuströndina.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert